09.05.2019

Bæjarstjórn - 1547

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1547. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

9. maí 2019 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Guðmundur Ásgeirsson 1. varamaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Helga Kristín Kolbeins aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 - 201904097

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

   
 

Niðurstaða

 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri lagði ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 fram til síðari umræðu og upplýsti að engar breytingar urðu á ársreikningnum á milli umræðna. Við umræðu um ársreikningin tóku til máls: Guðmundur Ásgeirsson.

Forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2018:


a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2018:

Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 173.057.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 341.274.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 11.077.683.000
Eigið fé kr. 6.126.700.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 134.617.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 154.497.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.959.893.000
Eigið fé kr. 1.751.703.000


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 9.518.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 321.609.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -100.188.000


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 46.183.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 27.692.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 682.995.000
Eigið fé kr. 299.994.000e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -33.779.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 249.051.000
Eigið fé kr. 29.806.000g) Ársreikningur Vatnsveitu 2018:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 400.000.000
Eigið fé kr. 0


h) Ársreikningur Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs ohf:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -27.130.000
Rekstrarafkoma ársins kr. -25.555.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 135.578.000
Eigið fé kr. 124.445.000Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2018 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

     

2.

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 201806101

   
 

Niðurstaða

 

Gústaf Adolf Gústafsson skipaður varamaður í fjölskyldu- og tómstundaráð í stað Styrmis Sigurðarsonar.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

 

 

 

 

 

 

3.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 232 - 201904002F

 

Liður 1, Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2018 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-4 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 1, Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2018 tóku til máls: Guðmundur Ásgeirsson og Helga Kristín Kolbeins.

Bókun:
Árið 2018 var ágætis rekstrarár fyrir Hafnarsjóð, nýliðinn loðnubrestur hefur hinsvegar valdið áhyggjum og því verður unnið fjögurra mánaða innanhúss uppgjör fyrir hafnarsjóð. Því fyrr sem við vitum hver staðan er, því fyrr getum við brugðist við ef þess þarf. Unnið verði að því að hafa uppgjörið klárt í júní.
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Guðmundur Ásgeirsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Liður 1, Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2018 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3098 - 201904012F

 

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Fræðsluráð - 316 - 201904013F

 

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3099 - 201904011F

 

Liður 1, Umræða um samgöngumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 4, Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Umræða um úttekt á framkvæmdum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-3, 5 og 7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður 1, Umræða um samgöngumál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 4, Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019 tóku til máls: Njáll Ragnarsson og Trausti Hjaltason.

Bókun:
Bæjarstjórn óskar Viðari Breiðfjörð bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2019 til hamingju með nafnbótina.
Njáll Ragnarsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Guðmundur Ásgeirsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Liður 4, Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 6, Umræða um úttekt á framkvæmdum tóku til máls: Guðmundur Ásgeirsson, Trausti Hjaltason, Helga Kristín Kolbeins, Íris Róbertsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Njáll Ragnarsson.

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Meginniðurstöður KPMG á framkvæmdunum við Fiskiðjuna eru þær að undirbúningur kostnaðaráætlunar hefði mátt vera markvissari, sem og framkvæmdaáætlun og áætlun um nýtingu hússins, þar sem dreginn hefði verið fram áætlaður kostnaður og áætlaðar tekjur í því skyni að undirbúa fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins á hverjum tíma. Auk þess hefði eftirlit með framvindu verkefnisins mátt vera markvissara þannig að tryggt hefði verið að bæjarstjórn hefði forsendur til að bregðast við frávikum frá fjárheimildum með samþykkt viðauka. Þá liggur fyrir að þó nokkur frávik eru frá samþykktri fjárhagsáætlun ásamt viðaukum, eða allt að 54%. Fram kemur í minnisblaðinu að samtals nema fjárhagsáætlanir með viðaukum um framkvæmdir í Fiskiðjuhúsinu 574 m.kr. á árunum 2015-2018, en raunkostnaður var um 609 m.kr. á sama tímabili. Meirihluti bæjarstjórnar vill leggja áherslu á að vandað verði til verks við undirbúning framkvæmda á vegum bæjarins og að bæjaryfirvöld bæti vinnubrögð og áætlanagerð þegar um fjárfrekar framkvæmdir er að ræða. Hægt er að draga lærdóm af athugasemdum KPMG á framkvæmdum við Fiskiðjuna og hafa þær í huga við áætlanagerð í framtíðinni. Meginmarkmið með úttektinni var að draga lærdóm af þeim athugasemdum sem endurskoðandi bæjarins gerir og tryggja að bæjarstjórn sé vel upplýst um kostnað framkvæmda á vegum bæjarins.
Guðmundur Ásgeirsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega þau vinnubrögð sem höfð voru upp í þessu máli og gera eftirfarandi athugasemdir við umrædda úttekt á framkvæmdum við Fiskiðjuna.
1)Farið var af stað í úttektina áður en að samþykki bæjarstjórnar lá fyrir. Slík vinnubrögð eru í besta falli ólýðræðisleg en í versta falli ólögleg.
2) Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vekja athygli á því að úttektaraðili tekur ekki með í útreikninga sína viðauka sem var samþykktur í bæjarráði þ. 21. Desember árið 2016 upp á 37 milljónir í framkvæmdir við Fiskiðjuna. Samkvæmt þeim gögnum er heildarkostnaður við verkið 1,5 milljón undir fjárhagsáætlun eða rétt rúmum 0,2% undir fjárhagsáætlun, ekki 6,2% yfir líkt og kemur fram í niðurlagi úttektarinnar og ber því vitni um markvissa, nákvæma og góða áætlunargerð í jafn viðamiklu verkefni og uppbygging Fiskiðjureitsins hefur verið.
3) Í niðurlagi úttektarinnar segir að undirbúningur verksins og eftirlit hefði getað verið markvissara. Niðurstaða úttektarinnar er því ómælanleg, huglæg og þar með óvísindaleg, því er ekki hægt að draga ályktanir né byggja framtíðarmarkmið á henni. Úttektaraðilar taka fram að áætlun um nýtingu hússins hefði mátt vera markvissari en ræddu ekki við þá aðila sem höfðu forystu um stefnumótun verkefnisins og framkvæmd þess og þar með framtíðarnýtingu húsnæðisins. Það telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verulega gagnrýnivert.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili tóku rétta ákvörðun með því að leggjast gegn tillögu tveggja bæjarfulltrúa Eyjalistans sem á fundi bæjarstjórnar þann 17. febrúar 2015 lögðu til að ekki yrði farið í endurgerð Fiskiðjunnar. Í dag, rúmum fjórum árum síðar hefur Fiskiðjan verið endurgerð og í miðbænum risið glæsilegt húsnæði sem hýsir margvíslega fræðastarfsemi, atvinnustarfsemi, íbúðir og griðarstað hvala sem á sér engan líkan á jarðkringlunni. Ánægjulegt er að skammsýni Eyjalistans hafi ekki fengið að ráða för hvað þessi mál varðar.
Það er með öllu móti óásættanlegt að núverandi meirihluti bæjarstjórnar hafi gengið fram í þessu máli líkt og raun ber vitni þar sem fjármunum sveitarfélagsins og dýrmætum tíma starfsmanna þess hefur verið sólundað. Í viðtölum við fjölmiðla, bókunum meirihluta og orðræðu á opinberum fundum hafa bæjarfulltrúar H- og E- lista kosið að sveipa einu mesta framfaraskrefi sveitarfélagsins undanfarinna ára, tortryggniskugga í stað þess að baða það þeim ljóma sem því sæmir. Heilindi og verk kjörinna fulltrúa, embættismanna og verktaka sveitarfélagsins voru því dregin í efa að fullkominni ósekju.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúm H- og E-lista.
Það verður að teljast í besta falli sérstakt að minnihluti bæjarstjórnar vilji ekki taka mark á niðurstöðum KPMG um það sem betur hefði mátt fara við áætlunargerð við framkvæmdir í Fiskiðjunni í stað þess að kasta rýrð á úttektina, sem endurskoðandi Vestmannaeyjabær vann. Úttektin er skoðun á verklagi en ekki mat á verkefninu sjálfu, enda er Fiskiðjuhúsið glæsilegt og komið með markþætt hlutverk í dag.
Aðkeypt sérfræðiþjónusta í formi, úttekta, skýrslna, álits og ráðgjafar er nauðsynleg þegar um rekstur sveitarfélaga er að ræða, enda keypti Vestmannaeyjabær þess konar sérfræðiþjónustu fyrir á bilinu 2,5-17,5 milljónir á ári á síðastliðinu kjörtímabili. Það er eðlilegt að leita eftir óháðu mati, ráðgjöf eða sérfæðiþjónustu á árinu 2019 alveg eins og gert hefur verið hjá Vestmannaeyjabæ undanfarin kjörtímabil.
Njáll Ragnarsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Guðmundur Ásgeirsson (sign)

Liður 6, Umræða um úttekt á framkvæmdum var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Liðir 2-3, 5 og 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 304 - 201904010F

 

Liðir 1 - 9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1 - 9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

8.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason, Njáll Ragnarsson, Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Elís Jónsson.

Bókun:
Bæjarstjórn lýsir ánægju með að loksins er búið að opna Landeyjahöfn, höfnin opnaði 2. maí sl., enn er þó unnið að dýpkun og hreinsun hafnarinnar eftir veturinn. Það er lykilatriði fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum að Landeyjahöfn sé opin. Hvort farnar eru 7 ferðir á dag eða 2 ferðir breytir öllu. Það er mikilvægt að horfa til framtíðar varðandi Landeyjahöfn. Því bera að fagna þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis, sem lögð var fram í vikunni, um að óháðri úttekt á höfninni verði flýtt og henni lokið í desember 2019. Niðurstaða úttektarinnar er afar mikilvæg og getur skipt sköpum um framtíð Landeyjahafnar. Krafan er og verður alltaf sú að Landeyjahöfn verði heilsárshöfn.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Guðmundur Ásgeirsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

     

9.

Dagskrá bæjarstjórnafunda - 201808173

   
 

Niðurstaða

 

Tillaga að seinka bæjarstjórnarfundi 20. júní nk. um viku til 27. júní nk. Ástæða er m.a. að það er nær afmælinu og viðburðum um goslok, hvalir að koma o.fl.

Tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Næstu fundir:
Fimmtudaginn 11. júlí 2019, síðasti fundur fyrir sumarfrí.
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019, fyrsti fundur eftir sumarfrí.
Fimmtudaginn 26. september 2019
Fimmtudaginn 31. október 2019, fyrri umræða um fjárhagsáætlun
Fimmtudaginn 5. desember 2019, seinni umræða um fjárhagsáætlun
Fimmtudaginn 23. janúar 2020

     

 

 

Næsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja er 27. júní n.k.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:01

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159