20.05.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 305

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 305. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 20. maí 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ - 201604099
Lögð fram að nýju drög að deiliskipulagi af norðurhluta austurbæjar. Nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta austurbæjar er í samræmi við aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1.
 
Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjöfum Alta ehf. að kynna framlagðar breytingar fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu.
 
2. Strandvegur 51. Umsókn um breytingar á skipulagi. - 201905074
Tekið fyrir bréf frá lóðarhafa Strandvegi 51. Davíð Guðmundsson fh. DBS ehf. Bréfritari óskar eftir breytingum á skilmálum byggingarreits í deiliskipulagi miðsvæðis.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir frekari gögnum frá lóðarhafa.
 
3. Kleifahraun 11. Umsókn um byggingarleyfi - raðhús - 201905119
Halldór Hjörleifsson f.h. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 11 í Kleifahrauni sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
4. Ofanleitisvegur 21. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús - 201905123
Halldór Hjörleifsson f.h. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 21 í frístundahúsabyggð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
5. Ofanleitisvegur 20. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús - 201905122
Halldór Hjörleifsson f.h. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 20 í frístundahúsabyggð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
6. Ofanleitisvegur 19. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús - 201905121
Halldór Hjörleifsson f.h. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 19 í frístundahúsabyggð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
7. Ofanleitisvegur 7. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús - 201905120
Halldór Hjörleifsson f.h. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 7 í frístundahúsabyggð í Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
8. Strandvegur 30. Umsókn um byggingarleyfi - 201905111
Ólafur Þór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir leyfi fyrir flóttaleið frá geymslurými á 2h. Strandvegi 30.
Fyrir liggur samþykki meðeiganda.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
9. Goðahraun 8. Umsókn um lóð - 201905102
Þórður Svansson fh. Trélist ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 8 í Goðahrauni.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 20. nóv. 2019.
 
10. Strandvegur 75A. Fyrirspurn til Skipulagsráðs. - 201905075
Tekin fyrir fyrirspurn eigenda fasteignar Strandvegi 75A þar sem óskað er eftir afstöðu ráðsins til útlitsbreytinga á norðurhlið hússins sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið lítur jákvætt á innsenda tillögu og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
11. Brattagata 17. Nýtt bílastæði á lóð. - 201905100
Hermann Sigurgeirsson sækir um leyfi fyrir nýju bílastæði á suð-vesturhorni lóðar.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu.
 
12. Umsókn um stöðuleyfi á Básaskersbryggju - 201905139
Gunnar Ingólfur Gíslason sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsi norðan við lóð nr. 6 við Básaskersbryggju.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Ráðið felur formanni og starfsmönnum sviðsins að endurskoða samþykkt um götu-og torgsölu í Vestmannaeyjum og leggja fyrir næsta fund.
 
13. Gaujulundur - bréf - 201905124
Tekið fyrir bréf frá Jónasi Þ. Sigurbjörnssyni er varðar stafsemi í Gaujulundi sumarið 2019.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Mikilvægt er að huga vel að lundinum. Eins og fram kemur í innsendu bréfi frá bréfritara þá hefur hann haft umráð með lundinum frá árinu 2008 og telur ráðið jákvætt að hann vilji halda því áfram.
Vestmannaeyjabær mun útvega áburð og plöntur í samræmi við óskir bréfritara en getur ekki orðið við ósk um fasta starfsmenn en sumarstarfsmenn munu aðstoða eftir föngum í samráði við forstöðumann Þjónustumiðstöðvar.
 
14. Smáragata 34 - Krafa um úrbætur - 201905113
Umræða tekin um málefni Smáragötu 34 sem hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi. Lagðar fram ljósmyndir af ástandi hússins ásamt bréfum til umráðanda með áskorun um úrbætur.
 
Niðurstaða
Ástand húsnæðis er óviðunandi og stafar nágrönnum og íbúum hætta af. Ástandið hefur varað of lengi við og er krafist tafarlausrar úrbóta.
 
Byggingarfulltrúa er falið að senda umráðanda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.
 
15. Herjólfsdalur. Umsókn um skilti. - 201905155
Páll Scheving Ingvarsson f.h. Friðarbóls ehf. rekstraraðila tjaldsvæða og smáhýsa í Herjólfsdal óskar eftir leyfi til að setja upp þrjú skilti tengt starfseminni.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Uppsetning skilta skal vera í samráði við starfsmenn sviðsins.
 
16. Umferðarmál - 201905153
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá 14. maí sl. Umferðarhópur fjallaði ma. um bifreiðastöður við fótboltavellina, Hraðatakmarkandi aðgerðir á Heimagötu, staðsetningu hraðavaraskilta og útkeyrslu frá bílastæði við Kertaverksmiðju Faxastíg 46.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir tillögur umferðarhóps og felur skipulags-og byggingarfulltrúa framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159