21.05.2019

Bæjarráð - 3100

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3100. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. maí 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Bæjarstjóri fór yfir fund með Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., sem fram fór í síðustu viku. Samkvæmt Guðbjarti gengur rekstur félagsins almennt vel. Það er hins vegar að mörgu að huga og ýmislegt enn í vinnslu, svo sem bókunarkerfi og heimasíða. Verðskrá Herjólfs var rædd og upplýsti Guðbjartur um að það væri í skoðun hjá félaginu að vera með afsláttarkjör fyrir þá sem ekki eiga lögheimili í Vestmannaeyjum, en eru stórnotendur ferjunnar engu að síður. Boðað hefur verið til aðalfundar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. þann 31. maí kl. 16:00.

Þeir Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum og Ívar Torfason skipstjóri á Herjólfi komu á fund bæjarráðs til þess að ræða um Landeyjahöfn.

Bæjarstjóri fór yfir fundi og samtöl við vegamálastjóra í tengslum við Landeyjahöfn og nýja Vestmannaeyjaferju.

     

2.

Umræða um heilbrigðismál - 201810114

 

Á fundi með forstjóra og fulltrúum Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) þann 4. mars sl., óskaði bæjarráð eftir upplýsingum um framtíðarsýn yfirstjórnar HSU á starfsemi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og upplýsingum um stöðu mála er varða þyrlusjúkraflug. Enn hafa engin svör borist og ítrekar bæjarráð því beiðni sína.

     

3.

Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi v/ bjórhátíðar The Brothers Brewery - 201905004

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Jóhanns Guðmundsssonar f.h. Brothers Brewery um tækifærisleyfi vegna bjórhátíðar sem haldin verður þann 8. júní nk. frá kl. 15:00 til kl. 20:00.


   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar, þ.e. Slökkvilið Vestmannaeyja, skipulags- og byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, veiti einnig jákvæða umsögn.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi hátíðarinnar á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

4.

Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf - 201904040

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Guðbjarts Ellerts Jónssonar f.h. Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um rekstrarleyfi vegna reksturs veitingastaðar í flokki II í M/S Herjólfi.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar veiti umsókninni einnig jákvæða umsögn.

     

5.

Jafnlaunavottun - 201801078

 

Bæjarráð fór yfir stöðuna á undirbúningi á innleiðingu jafnlaunastaðals fyrir Vestmannaeyjabæ. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunakerfi er ætlað að tryggja að við ákvörðun launa séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi þann 1. janúar 2018 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2008. Faggiltur vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins séu uppfyllt og veitir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, á grundvelli þeirra skilyrða, jafnlaunavottun. Samkvæmt lögunum (og að meðtaldri heimild ráðherra til að framlengja frestinn) skal opinber stofnun þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa (þ.m.t. Vestmannaeyjabær) hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.

Verkefnið er umfangsmikið og ljóst að þörf er á utanaðkomandi ráðgjöf sem felst í aðstoð við starfaflokkun, forúttekt launagreiningar, gerð jafnréttisstefnu, jafnréttisáætlana, vinnuferla um launaákvarðanir og í framhaldinu innleiðingu á jafnlaunakerfi. Að því loknu verður faggiltur vottunaraðili fenginn til að votta til um gæði janflaunakerfisins.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159