28.05.2019

Fræðsluráð - 317

 
 Fræðsluráð - 317. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

28. maí 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Andrea Guðjóns Jónasdóttir 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir og Lilja Björg Arngrímsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Skipulagsbreytingar á Kirkjugerði - 201905212

 

Skipulagsbreytingar á Kirkjugerði haustið 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði, fór yfir áætlaðar skipulagsbreytingar á leikskólanum sem koma til vegna verulegrar fækkunar barna næsta haust. Deildum verður fækkað úr fimm í fjórar en fimmta deildin verður nýtt sem sameiginlegt rými fyrir aðrar deildir. Þetta þýðir einnig breytingar á starfsmannahópi og þá verður ráðinn verkefnastjóri tímabundið í stað aðstoðarleikskólastjóra.Ráðið þakkar kynninguna.

     

2.

Skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja og samstarf við Taflfélag Vestmannaeyja - 201905213

 

Efling skákkennslu í Grunnskóla Vestmannaeyja

   
 

Niðurstaða

 

Erindi barst frá Taflfélagi Vestmannaeyja þar sem félagið hvetur Grunnskóla Vestmannaeyja til að taka upp formlega skákkkennslu í nokkrum bekkjardeildum haustið 2019. Öflug skákkennsla var í GRV á árunum 2004-2012 og var að hluta til unnin í samstarfi við Taflfélag Vestmannaeyja. Í framhaldi varð árangur barna í GRV í skák áberandi á landsvísu og býr TV enn að þessum uppgangi. Það tókst síðan að koma skákkennslu inn á ný í GRV að nokkru 2016-2017 og þá hafa verið nokkur námskeið á yngsta stigi, núna síðast í janúar. Fræðsluráð tekur vel í erindið og hvetur GRV til að kanna möguleikann á því að efla skákkennslu enn frekar í skólanum.

     

3.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159