28.05.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 234

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 234. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
28. maí 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Guðlaugur Friðþórsson varaformaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
  
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Jóhann Jónsson sat fundinn undir 1. og 3.máli.
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir 2.máli.
 
Dagskrá:
 
1. Starfsemi Þjónustumiðstöðvar 2019 - 201811135
Jóhann Jónsson fór yfir helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar og helstu áherslur sem unnið hefur verið eftir í umhverfismálum. M.a. farið yfir göngustígagerð í Stórhöfða, bílastæði, uppgræðslu o.fl.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar Jóhanni kynninguna
 
 
2. Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar - 201905175
Farið yfir mengunarvarnaráætlun Vestmannaeyjahafnar, verklag og fyrirliggjandi endurnýjun m.a. með tilliti til breyttra aðstæðna og hvaða úrræði eru til staðar þegar mengunarslys verður.
 
Niðurstaða
Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina.
Einnig felur ráðið starfsmönnum að uppfæra mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi.
 
 
3. Listaverk undir Löngu - 201905225
Listaverkið Harpa, sem þjónaði sem innsiglingamerki í Skansfjöru, er ónotað í geymslu Vestmannaeyjahafnar. Hugmyndin er að setja Hörpuna upp á vatnsbryggju undir Löngu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela Jóhanni Jónssyni og Sveini Valgeirssyni framgang málsins.
 
 
4. Iceland Fish Expo - 201905174
Sjávarútvegssýningin Iceland Fish Expo verður haldin 25-27. september nk. en Vestmannaeyjahöfn var með sýningarbás á síðustu sýningu.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að undirbúa sýningarbás á Iceland fish expo.
 
 
5. Samgönguáætlun 2020-2024 - 201905229
Lagðar fram tillögur að verkefnum inn í samgönguáætlun 2020-2024. Um er að ræða viðgerðir á Skipalyftukanti, lenging á Nausthamri, hafnsögubátur, viðgerð á Gjábakka og stórskipakantur norðan Eiðis.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að senda tillögur inn í gerð samgönguáætlunar árin 2020-2024.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.55
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159