03.06.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 229

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 229. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. júní 2019 og hófst hann kl. 16:50

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Álit félags- og barnamálaráðherra um lögmæti skilyrðis um lágmarkslengd búsetu í sveitarfélagi til að öðlast rétt til félagsþjónustu. - 201905162

 

Kynning á áliti ráðherra um lögmæti skilyrðis um lágmarkslengd búsetu í sveitarfélagi til að öðlast rétt til félagsþjónustu.

   
 

Niðurstaða

 

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að taka til umfjöllunar að eigin frumkvæði lögmæti ákvæða í reglum einstakra sveitarfélaga þar sem lágmarkslengd búsetu í sveitarfélagi er gerð að skilyrði fyrir rétti íbúa til félagsþjónustu á grundvelli XII. kafla laganna sem fjalla um húsnæðismál. Ráðherra bendir á að réttur til þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga stofnast við lögheimilisskráningu í viðkomandi sveitarfélagi í þeim tilvikum þegar einstaklingur flytur á milli sveitarfélaga. Ákvæði í reglum eða samþykktum einstakra sveitarfélaga um félagslegt húsnæði skulu taka mið af því. Skilyrði um lágmarkslengd búsetu í sveitarfélagi sem gera ríkari kröfur til lengdar búsetu eru þannig andstæð lögunum og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og þar með ólögmæt. Ráðið þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra að yfirfara reglur sveitarfélagsins m.t.t. ábendinga ráðherra.

     

3.

Knattspyrnuhúsið - ósk um heimild til nafnbreytinga - 201905170

 

Ósk um samþykki fjölskyldu- og tómstundaráðs fyrir nafnbreytingu á fjölnota íþróttahúsinu við Hásteinsvöll.

   
 

Niðurstaða

 

ÍBV-íþróttafélag hefur óskað eftir samþykki Vestmannaeyjabæjar fyrir heimild til nafnbreytinga á fjölnota íþróttahúsi við Hásteinsvöll í tengslum við samstarfssamning við Herjólf ohf. Einu breytingarnar á útliti hússins er að nýtt nafn kæmi utan á húsið. Ráðið samþykkir erindið.

     

 

 

 

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159