03.06.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 306

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 306. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 3. júní 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ - 201604099
Farið yfir drög að deiliskipulagi af norðurhluta austurbæjar að lokinni íbúakynningu.
Nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta austurbæjar er í samræmi við aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1.
 
Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjöfum Alta ehf. að útfæra frekari hugmyndir fyrir svæðið.
 
 
2. Helgafell. Umsókn um byggingarleyfi - 201905232
Stefán Jónsson sendir inn nýja umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsið Helgafell í Helgafelli. Fyrri umsókn fjallaði um stækkun húsnæðis og var samþykkt í mars s.l. Við framkvæmdir kom í ljós að helstu byggingarhlutar Helgafells voru án hefbundina styrkinga. Að því gefnu sækir lóðarhafi um leyfi til að endurbyggja Helgafell frá grunni með viðbyggingu sem áður var samþykkt.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. Ofanleitisvegur 5. Umsókn um frístundalóð - 201905223
Svava Gunnarsdóttir sækir um lóð nr. 5 í frístundahúsabyggð við Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 3. des. 2019.
 
 
4. Brattagata 17. Nýtt bílastæði á lóð. - 201905100
Tekið fyrir frestað erindi. Hermann Sigurgeirsson sækir um leyfi fyrir nýju bílastæði á suð-vesturhorni lóðar.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í tvíbýlishúsi.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
5. Sólhlíð 8. Umsókn um byggingarleyfi - gluggar - 201905168
Andrzej Tyburski sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í tvíbýlishúsi.
 
Niðurstaða
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 24.5.2019.
 
 
6. Herjólfsdalur - Grjótvarnir - 201905211
Strafsmenn sviðsins kynna fyrir ráðinu framkvæmdaáætlun fyrir varnargarða frá þjónustumiðstöð tjaldsvæðis að núverandi görðum.
 
Niðurstaða
Lagt fram til kynningar.
 
 
7. Samþykkt um götu-og torgsölu í Vestmannaeyjum - 201404085
Umræður um samþykktina í framhaldi af umsóknum þjónustuaðila í ferðaþjónustu um stöðuleyfi á hafnarsvæðinu.
 
Niðurstaða
Ráðið ræddi samþykktina og ákveður að bíða með möglegar breytingar á samþykkt þar til framtíðarhugmyndir af Vigtartorgi liggja fyrir. Vigtartorgið er í hönnunarferli hjá landslagshönnuði.
 
 
8. Lundaveiði 2019 - 201905221
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2019.
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að kalla eftir áliti Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiði 2019.
 
 
9. Listaverk undir Löngu - 201905225
Erindi frá 234 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs.
Listaverkið Harpa, sem þjónaði sem innsiglingamerki í Skansfjöru, er ónotað í geymslu Vestmannaeyjahafnar. Hugmyndin er að setja Hörpuna upp á vatnsbryggju undir Löngu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
 
 
10. Strandvegur 18. Umsókn um byggingarleyfi - stoðveggir - 201906005
Björgvin Björgvinsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að byggja stoðveggi við lóðarmörk með Strandvegi, Tangagötu og bílastæði Vestmannaeyjabæjar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159