07.06.2019

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. - 22

 
 

Fundargerð

 

22. fundur stjórnar Herjólfs ohf,

haldinn föstudaginn 7.júní 2019 kl.15,00 í fundarsal Hótels Vestmannaeyja.

 

Boðaðir voru til fundarins með tölvupósti: Páll Þór Guðmundsson, Arndís Bára Ingimarsdóttir, Birna Þórsdóttir, Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson, Agnes Einarsdóttir og Aníta Jóhannsdóttir.

Mættir eru: Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson, Agnes Einarsdóttir sem ritaði fundargerð, og Aníta Jóhannsdóttir.

 

Á dagskrá fundarins voru þrír dagskrárliðir:

 

1.       Verkaskipting stjórnar:

Kosning stjórnarformanns og varaformanns.

Lögð var fram tillaga um að Arnar Pétursson verði formaður og Guðlaugur Friðþórsson varaformaður.  Tillagan var samþykkt.

 

Arnar Pétursson tók við stjórn fundarins.

 

2.       Móttaka nýs Herjólfs:

Arnar fór yfir símafund sem haldinn var fimmtudaginn 6.júní 2019 að Bárustíg 15, skrifstofu Vestmannaeyjabæjar, með fulltrúum frá Vegaerðinni, Herjólfi ohf. og Vestmannaeyjabæ.

 

3.       Önnur mál:

Engin önnur mál rædd

 

 

Fundi slitið kl.15,20.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159