Bæjarráð - 3102
18. júní 2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá:
Umræða um samgöngumál - 201212068 |
||
Síðastliðinn laugardag kom nýr Herjólfur til heimahafnar í Vestmannaeyjum og er skipið á allan hátt hið glæsilegasta. Nú níu árum eftir opnun Landeyjahafnar er komið skip sem hannað er til siglinga þangað. Bæjarráð fagnar þessum merkilega áfanga í samgöngusögu Vestmannaeyinga og óskar skipstjórum, áhöfn og öðru starfsfólki Herjólfs, sem og bæjarbúum öllum, til hamingju með nýjan og glæsilegan Herjólf. |
||
2. |
Jafnlaunavottun - 201801078 |
|
Vestmannaeyjabær leitaði tilboða frá þremur fyrirtækjum í ráðgjöf sem felst í aðstoð við starfaflokkun, forúttekt launagreiningar, gerð jafnréttisstefnu, jafnréttisáætlana, vinnuferla um launaákvarðanir og í framhaldinu innleiðingu á jafnlaunakerfi. Ákveðið hefur verið að samþykkja tilboð PWC um þessa ráðgjöf. Að því loknu verður faggiltur vottunaraðili fenginn til að votta gæði jafnlaunakerfisins. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs framhald málsins. |
||
3. |
Umsókn um umsögn vegna rekstrarleyfis gististaðar að Vestmannabraut 36 – 201906013 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Gunnars Inga Gíslasonar f.h. VE travel um rekstrarleyfi vegna reksturs gististaðar í flokki II, að Vestmannabraut 36. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar, þ.e. slökkvistjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, veiti einnig jákvæða umsögn. |
||
4. |
Beiðni um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir Allevents ehf. v/ tónleika í íþróttamiðstöðinni – 201906033 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Harðar Þórs Harðarssonar f.h. Allevents um tækifærisleyfi vegna tónaleika sem haldnir verða í íþróttamiðstöðinni 5.-7. júní nk. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar, þ.e. slökkvistjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, veiti einnig jákvæða umsögn. |
||
5. |
Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Veyju ehf. - 201906057 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Aldísar Atladóttur f.h. Veyja ehf. um rekstrarleyfi vegna reksturs veitingastaðar í flokki II í Café Varmó. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir eftirlitsaðilar, þ.e. skipulags- og byggingarfulltrúi, heilbrigðisfulltrúi Heilbriðgðiseftirlits Suðurlands og slökkvistjóri veiti einnig jákvæða umsögn. |
||
6. |
Beiðni um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir Slippinn á goslokum – 201906065 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Gísla Matthíasar Auðunssonar f.h. Slippsins um tækifærisleyfI á Skipasandi í tengslum við Goslokahátíð þann 7. júní nk. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar, þ.e. slökkvistjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, veiti einnig jákvæða umsögn. |
||
7. |
Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi v/ goslokahátíðar - 201905108 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Kristínar Jóhannsdóttur f.h. Vestmannaeyjabæjar um tækifærisleyfi vegna viðburði í tengslum við Goslokahátíð helgina 5.-7. júní nk. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar, þ.e. slökkvistjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, veiti einnig jákvæða umsögn. |
||
8. |
Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Höllina - 201905083 |
|
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Harðar Harðarsonar f.h. Allevents um rekstrarleyfi vegna reksturs veitingastaðar í flokki III í Höllinni. |
||
Niðurstaða |
||
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Jafnframt staðfestir Vestmannaeyjabær jákvæða umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðisfulltrúa Heilbriðgðiseftirlits Suðurlands og slökkvistjóra. Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur. |
||
9. |
Fasteignamat 2020 - 201906068 |
|
Í fréttatilkynningu frá Þjóðskrá Íslands kemur fram að fasteignamat árið 2020 hækkar að meðaltali um 6% á landinu öllu og hækkar einna mest í Vestmannaeyjum, eða um 16,6% af íbúðarhúsnæði og 14,7% í heildina. Fasteignamat er lagt til grundvallar fasteignaskatti sem er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga. |
||
Niðurstaða |
||
Stefna bæjarráðs er að bærinn innheimti hóflega skatta en veiti á sama tíma framúrskarandi þjónustu. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 þarf að taka mið af nýgerðu fasteignamati Þjóðskrár Íslands og gæta þess að hækkun þess verði ekki um of íþyngjandi fyrir íbúa og fyrirtæki bæjarins. Í haust verður framkvæmd prufukeyrsla á álagningu fasteignagjalda. Á þeim grundvelli verður hægt að ákveða hver endanleg álagning fasteignagjalda verður á næsta ári. Bæjarráð óskar eftir að fjármálastjóri sveitarfélagsins reikni út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti vegna hækkunar á fasteignamati og leggi fyrir bæjarráð eins fljótt og unnt er. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00