18.06.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 230

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 230. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. júní 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir varamaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2019 - 201901015

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir apríl og maí 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í apríl og maí bárust samtals 23 tilkynningar vegna 19 barna. Mál 14 barna var til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Fundargerðir öldungaráðs Vestmannaeyjabæjar - 201902114

 

Önnur fundargerð öldungaráðs lögð fram til kynningar

   
 

Niðurstaða

 

Í fundargerð Öldungaráðs kemur fram að líklega þurfi að skera niður starfsemi heimahjúkrunar vegna manneklu í sumar hjá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Einnig kemur þar fram að talsverður þungi sé í umönnun í heimahúsum og telur ráðið því afar mikilvægt að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands geri allt hvað hann getur til þess að ráða bót á starfsmannaskortinum svo að ekki þurfi að skera niður þjónustu.

     

                                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159