18.06.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 235

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 235. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
18. júní 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Guðlaugur Friðþórsson varaformaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 4 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar - 201906003
Formaður ráðsins fór yfir 4 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Fram koma að rekstrartekjur fyrstu 4 mánuði ársins voru tæpar 148 milljónir og gjöld um 112 milljónir. Rekstrarafkoma tímabilsins nemur 36 milljónum króna samanborið við 26 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi yfirlit. Ljóst er að rekstur Vestmannaeyjahafnar er í góðu jafnvægi þrátt fyrir loðnubrest.
 
 
2. Gatnaframkvæmdir 2019 - 201811134
Framkvæmdastjóri greindi frá malbikunarframkvæmdum vorið 2019 og þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru á árinu.
 
 
3. Þakleki á sundlaugargangi í Íþróttamiðstöð - 201903126
Lagðar fram teikningar vegna þakleka á sundlaugargangi í íþróttahúsi. Hefja þarf framkvæmdir sem fyrst til að koma í veg fyrir frekara tjón. Ljóst er að verkið er umfangsmikið en ekki hafði verið gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun vegna ársins 2019.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að nauðsynlegt er að ráðast í viðgerðir á þakinu og óskar eftir því við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að upphæð 55 milljónir króna á árinu 2019.
 
 
 
 
4. Bílastæði austan við Fiskiðju - 2019
Fyrir liggur tillaga Péturs Jónssona arkitekts vegna bílastæða austan við Fiskiðju
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur starfsmönnum framgang málsins.
 
 
5. Blátindur VE 21 - 200703124
Umræða um framtíð mb. Blátinds sem nú er á Skanssvæðinu. fram koma að síðan árið 2010 hefur verið kostað til um 7,6 milljónum króna í að koma Blátindi á þann stað sem hann er í dag. Ljóst er að verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á bátinn sýningarhæfan.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdstjóra að láta meta kostnað við að koma bátnum í sjóhæft ástand og leggja fyrir ráðið. Í kjölfar þeirra upplýsinga verður06040 tekin ákvörðun um framtíð Blátinds VE.
 
 
6. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Fyrir liggur úttekt Náttúrustofu Suðurlands á fuglalífi umhverfis fyrirhugaða sorporkustöð í Vestmannaeyjum. Gerð var úttekt á fuglalífi á 100 m breiðu belti umhverfis lóð fyrirhugaðar sorporkustöðvar 20. og 23. Maí 2019 og einnig 29. Desember 2018. Svæðið er 15,9 hektarar að stærð. Fimm fuglategundir verpa í kraganum, en enginn þeirra er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samtals eru þetta 17 varppör, Þéttleiki er svipaður og algengt er hérlendis. Sjö fuglategundir nýta heildarsvæðið að vori og sumarlagi fyrst og fremst til fæðuöflunar og þar af þrjár sem eru flokkaðar í hættu á Válista: Silfurmáfur, hvítmáfur og hrafn. Einstaklingsfjöldi þeirra er hinsvegar lítill og bundinn við athafnasvæðið en ekki kragann. Fimm tegundir nýta svæðin eingöngu að vetrarlagi, þar af þrjár á Válista: Svartbakur, snjótittlingur og fálki, en þær eru fáliðaðar nema snjótittlingarnir, en mikil áraskipti eru í fjölda þeirra og geta þeir komið í hundraðatali í jarðbönnum. Silfurmáfur er algengastur máfa að vetri og mun algengari en að sumri, og telur nokkra tugi. Samantekið nýta fremur fáir fuglar svæðið vegna lítillar stærðar þess.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159