24.06.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 307

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 307. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 24. júní 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Esther Bergsdóttir 1. varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Lundaveiði 2019 - 201905221
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2019.
Fyrir fundinum liggja álit Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands.
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 8. - 15. ágúst 2019. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum. Lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð í veiðum s.l. ár og veiðifélögin eru áfram hvött til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsi sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi við veiðarnar.
 
 
2. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Tillaga á vinnslustigi.
Lögð fram tillaga af deiliskipulagi á athafnasvæði AT-1. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum Heiðarvegar
14 og Faxastígs 36 til vesturs og Faxastíg til suðurs. Tillagna er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf.
 
Niðurstaða
Lagt fram.
 
 
3. Vestmannabraut 56B. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201906007
Lagt fram erindi lóðarhafa Vestmannabraut 56b þar sem óskað er eftir að reisa 38,5 m2 viðbyggingu (bílgeymslu) við austur gafl hússins.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27.5.2019.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vestmannabraut 52, 54, 56a, 58a, 58B og Vesturvegur 19, 21, 23, 23b, 25b.
 
 
4. Heiðarvegur 60. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging - 201906006
Eigandi efri hæðar að Heiðarvegi 60, eign 2183815 sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum við aðalinngang sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í tvíbýlishúsi.
 
Niðurstaða
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.6.2019.
 
 
5. Bárustígur 8. Umsókn um byggingarleyfi - 201906100
Bragi Magnússon fh. Andra Þórs Gylfasonar óskar eftir byggingarleyfi á fjölbýlishúsi að Bárustíg 8 sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
6. Strandvegur 14A. Umsókn um byggingarleyfi - Hrognavinnsla - 201906099
Björgvin Björgvinsson fh. Ísfélags Vestmannaeyja hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hrognavinnsluhúsi við Strandveg 14 skv. innsendum gögnum.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
7. Vigtartorg. Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluvagni - 201906050
Anton Þór Sigurðsson fh. Fiskurinn Minn ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagni á Vigtartorgi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem umsóknin samræmist ekki samþykkt sveitafélagsins um Götu og torgsölu. Ráðið vill jafnframt benda á að hægt er að leigja sölubása á Vigtartorginu.
 
 
8. Erindi frá Skotveiðifélagi Vestmannaeyja - 201906052
Tekið fyrir erindi frá Skotveiðifélagi Vestmannaeyja dags. 13.6.2019. Guðjón Örn Sigtryggsson fh. félagsins óskar eftir leyfi fyrir stækkun á skotsvæði, stækkun á bílastæði, skiltum í samvinnu við bæjaryfirvöld, byggja skotskýli og afmörkun svæðis.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við stækkun svæðis þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi en lítur jákvætt á uppbyggingu skotsvæðis, sér i lagi með tilliti til öryggissjónarmiða. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að vinna með skotfélaginu að framtíðaruppbyggingu svæðis.
 
 
9. Goðahraun 14. Umsókn um lóð - 201906053
Birgit B. Bjartmars og Fannar V. Einarsson sækja um lóð nr. 14 í Goðahrauni.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. jan. 2020.
 
 
10. Umsókn um afnot af Herjólfsdal - 201906083
Fyrir liggur umsókn ÍBV íþróttafélags um leyfi til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal dagana 31.júlí til 7. ágúst n.k. og leyfi fyrir húkkaraballi í portinu bak við Strandveg 50 sbr. innsent bréf.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 20/8 2019 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 25/8 2019. Þá samþykkir ráðið fyrir sitt leyti fyrirliggjandi staðsetningu á húkkaraballi.
 
 
11. Bárustígur. Umsókn um afnot af bílastæði. - 201906104
Jóhann Guðmundsson fh. The Brothers Brewery sækir um leyfi til þess að loka bílastæðinu norðan við Bárustíg 7 tímabundið frá kl 18:00 fimmtudaginn 4. júlí til mánudagsins 8. júlí kl 9:00 og einnig fimmtudaginn 1. ágúst kl 18:00 - mánudagsins 5. ágúst kl 9:00.
 
Niðurstaða
Ráðið heimilar notkun bílastæða utan opnunartíma verslana yfir umsótta daga.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159