02.07.2019

Fræðsluráð - 319

 
 Fræðsluráð - 319. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

2. júlí 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir 2. varamaður, Anna Rós Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Grunnskóli Vestmannaeyja, kynning á starfi vetrarins - 201907002

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, kynnir það helsta úr skólastarfi GRV veturinn 2018-2019.

   
 

Niðurstaða

 

Skólastjóri fór yfir ýmsa fasta liði í skólastarfinu og kynnti að auki ýmiss önnur verkefni sem skólinn vann að í vetur. Greinilegt er að starf GRV er framúrskarandi enda skólinn skipaður frábæru fagfólki sem vinnur gott og metnaðarfullt starf. Ráðið þakkar kynninguna.

     

2.

Kynning á verkefninu Forritun-færni til framtíðar - 201907003

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, kynnir verkefnið Forritun-færni til framtíðar en verkefnið hlaut 2.000.000 kr. styrk úr Sprotasjóði.

   
 

Niðurstaða

 

Verkefnið er afar spennandi en það hefur það markmið að efla tækni- og forritunarkennslu í GRV. Ráðið þakkar kynninguna og hlakkar til að fylgjast með framvindu verkefnisins.

     

3.

Gangbrautavarsla í GRV - 201907007

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, kynnir samstarfsverkefni GRV og Landsbankans.

   
 

Niðurstaða

 

Nemendur í 10. bekk sinntu gangbrautavörslu við Barna- og Hamarsskóla á morgnana í vetur. Verkefnið gekk vel og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Ráðið þakkar kynninguna og hvetur til þess að haldið verði áfram með verkefnið næsta vetur.

     

4.

Kynning á lausnateymi í GRV - 201907008

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, kynnir hlutverk og verkferil lausnateymis innan GRV.

   
 

Niðurstaða

 

Teymi starfsmanna innan GRV vann sl. vetur að því að þróa hlutverk og verkferil lausnateymis sem taka á til starfa veturinn 2019 - 2020 innan GRV. Lausnateymið verður skipað stjórnanda, kennsluráðgjafa, námsráðgjafa, þroskaþjálfa og þrem kennurum, einn af hverju stigi en auk þess verður hægt að kalla aðra sérfræðinga til eftir þörfum. Markmið teymisins er að veita kennurum stuðning og ráðgjöf vegna nemenda, meta þarfir nemenda í vanda og leita viðeigandi lausna og að kennarar kynnist lausnamiðuðu vinnuferli og nái að nýta sér það. Ráðið þakkar kynninguna.

     

                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:29

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159