05.07.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 236

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 236. fundur Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 5. júlí 2019 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Skipurit Vestmannaeyjahafnar - 201906051
Umræða um skipurit Vestmannaeyjahafnar og hvort ástæða sé til breytinga á því í ljósi breytinga á starfsemi hafnarinnar.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að skipa starfshóp sem ætlað er að meta kosti þess og galla að ráðið sé í stöðu hafnarstjóra. Samþykkt að í hópnum verði Kristín Hartmannsdóttir, Stefán Ó Jónasson og Sigursveinn Þórðarson. Stefnt er að því að hópurinn skili áliti í septmeber.
 
 
2. Breytingar á ferjulægi 2019 - 201906111
Framkvæmdastjóri greindi frá breytingum sem fyrirhugaðar eru á ferjulægi m.a. vegna komu nýs Herjólfs og breytinga á fyrirkomulagi í flutningum.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
3. Íþróttahús, viðhaldsþörf - 201907025
Á 1548. fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 27.júní sl. beindi bæjarstjórn því til framkvæmda- og hafnarráðs að láta framkvæma heildarúttekt á ástandi íþróttahússins, viðhaldsþörf og þörf á endurbótum til næstu 10 ára.
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum að gera heildarúttekt á ástandi íþróttahússins, viðhaldsþörf og þörf á endurbótum til næstu 10 ára.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159