08.07.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 308

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 308. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 8. júlí 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð - 201810090
Formaður Skipulagsráð kynnti fyrir ráðinu tillögur starfshópsins.
 
Starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð var skipaður á 289. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
Í starfshópinn voru skipuð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa.
 
Starfshópi var falið að koma með tillögur að framtíðar tjaldsvæði í tengslum við tjöldun á Þjóðhátíð. Starfshópur hefur fundað átta sinnum og leggur nú tillögur fram sem kemur til með að taka við af tjaldsvæði sem undanfarin ár hefur verið staðsett á byggingarlóðum í Áshamri.
 
Starfshópur leggur fram eftirfarandi tillögur fyrir Umhverfis- og skipulagsráð:
 
Framtíðarsvæði 2020
Golfvöllur - Viðræður um framtíðarskipan mun fara í gang á milli Vestmannaeyjabæjar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Unnið verður í samvinnu við Golfklúbb Vestmannaeyja og aðra hagsmunaaðila.
 
Bráðabirgðasvæði 2019
a) Áshamar - Bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 - Fyrsti valkostur. Auknar kröfur eru gerðar á rekstraraðila varðandi gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Sömu kröfur er gerðar fyrir svæðið og gilda á almennum tjaldsvæðum er varðar hávaða. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð og þurfa gestir því að vera með armband á hátíðina.
b) Þórsvöllur - Bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 - Seinni valkostur. Auknar kröfur eru gerðar á rekstraraðila varðandi gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Sömu kröfur er gerðar fyrir svæðið og gilda á almennum tjaldsvæðum er varðar hávaða. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð og þurfa gestir á svæðinu því að vera með armband á hátíðina.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að bráðabirgðalausn fyrir tjöldun á Þjóðhátíð 2019 verði á Áshamarssvæði þar sem tjöldun hefur verið undanfarin ár. Mikilvægt er að ríkari kröfur verði gerðar á rekstraraðila tjaldsvæða hvað varðar gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu eins og fram kemur í tillögum hópsins.
Vestmannaeyjabær mun áfram vinna að framtíðar tjaldsvæði fyrir þjóðhátíð með hagsmunaaðilum. Mikilvægt er að vanda vinnubrögð að framtíðarskipulagi tjaldsvæða og að unnið sé í sátt við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
 
 
2. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Tekin fyrir tillaga af deiliskipulagi á athafnasvæði AT-1. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum Heiðarvegar 14 og Faxastígs 36 til vesturs og Faxastíg til suðurs. Tillagna er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Breiðabliksvegur 1. Umsókn um byggingarleyfi - 201907021
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Ingibjörg Sigurjónsdóttir sækir um leyfi fyrir 2h. einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðabliksvegi 3, 4, 5 og Kirkjuvegi 39a, 41, 43, 49, 53.
 
 
4. Flatir 29. Umsókn um byggingarleyfi - 201905163
Flatir 29, rými 0102. Steingrímur Svavarsson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti austurhliðar og breyttri notkun úr verslun í tannlæknastofu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
5. Heiðarvegur 50. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - 201907031
Íris Sif Hermannsdóttir og Einar Birgir Baldursson sækja um byggingarleyfi fyrir 89,8m2 bílgeymslu á suð-vesturlóð sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
 
 
6. Birkihlíð 4. Umsókn um byggingarleyfi - svalir - 201907037
Anna Rós Hallgrímsdóttir og Páll Þorvaldur Hjarðar Birkihlíð 4 sækja um leyfi fyrir að setja svalir á vesturhlið hússins sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
7. Vestmannabraut 25. Umsókn um byggingarleyfi - kvistur - 201907039
Björgvin Björgvinsson f.h. Löngu ehf. sækir um leyfi fyrir að setja kvist á suðurhlið þakíbúðar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
8. Ægisgata 2. Umsókn um skiltamerkingar - 201907026
James Burleigh f.h. The Beluga Building Company ehf. sækir um leyfi fyrir skiltamerkingum á norður- og vesturhlið sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
9. Básaskersbryggja 6. Upplýsinga- og auglýsingaskilti. - 201907040
Gunnar I. Gíslason f.h. Ve-travel, Eyjatours og Ribsafari sækir um leyfi fyrir upplýsinga- og auglýsingarskiltum á steypta garðveggi við Básaskersbryggju 6. sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki eigenda.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
10. Goðahraun 24. Umsókn um stækkun lóðar - 201906117
Alfa Markan Elfarsdóttir Goðahrauni 24 sækir um 4m. stækkun á lóð til austurs.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
11. Skipasandur. Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluvagni - 201907030
Anton Þór Sigurðsson fh. Fiskurinn Minn ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagni á Skipasandi.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir stöðuleyfi fyrir árið 2019.
 
 
12. Brimhólabraut 14. Umsókn um byggingarleyfi - utanhúsklæðning - 201906108
Adolf Hafsteinn Þórsson Brimhólabraut 14 sækir um leyfi fyrir að klæða íbúðarhúsið með standandi álklæðningu.
 
Niðurstaða
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 1.7.2019.
 
 
13. Umhverfisviðurkenningar 2019 - 201907017
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja hafa verið veitt sl. ár í samstarfi við Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Í ár verða veittar viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:
-Snyrtilegasta fyrirtækið
-Snyrtilegasti garðurinn
-Snyrtilegasta eignin
-Snyrtilegasta gatan
-Vel heppnaðar endurbætur
 
Niðurstaða
Ráðið felur formanni ráðsins og varaformanni, ásamt starfsmönnum sviðsins að óska tilnefninga frá bæjarbúum vegna umhverfisviðurkenninga ársins 2019, að leita liðsinnis Rótarýklúbbsins við valið og framgang málsins að öðru leyti.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159