30.07.2019

Bæjarráð - 3105

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3105. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

30. júlí 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar - 201906047

 

Lögð voru fyrir bæjarráð drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar (samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar nr. 561/2013, sbr. samþykkt nr. 334/2014). Tillögurnar eru að mestu tilkomnar af athugasemdum stjórnsýsluendurskoðanda Vestmannaeyjabæjar og snúa aðallega að tæknilegum breytingum og betrumbótum á samþykktinni.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræður um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 komu fram athugasemdir endurskoðenda um ýmsar greinar í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Í framhaldinu var óformlega rætt og ákveðið í bæjarráði að fela stjórnsýsluendurskoðanda bæjarins framgang málsins og að gera tillögur að breytingum á samþykktinni.

Bæjarráð ákvað að nýta tímann fram að næsta fundi til þess að fara vel yfir breytingatillögurnar og eiga símafund með stjórnsýslusendurskoðanda bæjarins. Efnisleg meðferð bæjarráðs fer því fram milli funda og umræða um breytingarnar fer fram á næsta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með tveimur atkvæðum H- lista og E- lista. Fulltrúi D-lista hjá hjá.

Bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Endurskoðun bæjarmálasamþykktar er veigamikið og mikilvægt verkefni sem þarf að vanda vel. Bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom það í opna skjöldu að hafin væri vinna og komin vel á veg við slíka endurskoðun með útkeyptri þjónustu án þess að fyrir lægi ákvörðun um að fara í slíka endurskoðun hjá bæjarráði eða bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með að vanda eigi þá vinnu og leggja til að breið samvinna verði um þá vinnu og tekið tillit til sjónarmið allra fulltrúa.
(Sign. Hildur Sólveig SIgurðardóttir)

     

2.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um áform Flugfélagsins Ernis um að fækka flugferðum til og frá Vestmannaeyjum frá 1. september nk. Sömuleiðis ræddi bæjarráð fyrstu daga nýs Herjólfs í siglingum á milli lands og Eyja.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð lýsir áhyggjum með áform flugfélagsins Ernis um fækkun flugferða á milli lands og Eyja. Flugið er mikilvægur þáttur í samgöngum við Vestmannaeyjar.

Bæjarráð fagnar því að nýr Herjólfur sé kominn í áætlunarsiglingar. Ánægjulegt er að Herjólfur ohf. skuli hafa brugðist við aukinni eftirspurn og sett inn aukaferðir með Herjólfi III í kringum þjóðhátíð.

     

3.

100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar - 201808044

 

Nefnd sem skipuð var til að skipuleggja og annast umsjón með viðburðum í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar lagði fyrir bæjarráð áfangaskýrslu um störf nefndarinnar og viðburði á hennar vegum frá því hún tók til starfa haustið 2018. Jafnframt lagði nefndin fram sérstaka samantekt um viðburði á afmælis- og goslokahelginni 4.-7. júlí sl. Vel hefur tekist til með þá dagskrá sem nefndin hefur skipulagt og er óhætt að fullyrða að einstaklega vel hafi gengið með viðburði sem fram fóru um afmælis- og goslokahelgina.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og ítrekar þakkir sínar til afmælisnefndarinnar og goslokanefndarinnar fyrir frábært starf og einstaklega vel skipulagða helgi.

     

4.

Umsókn ÍBV um leyfi fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal - 201906097

 

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 18. maí sl., þar sem ÍBV-íþróttafélag óskar eftir leyfi til að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, dagana 2. ágúst til 4. ágúst nk. Einnig er sótt um leyfi fyrir hefðbundnu Húkkaraballi í portinu bak við Hvítahúsið fimmtudagskvöldið 1. ágúst nk. frá kl. 23:30-04:00. Undir umsögnina falla eftirtaldir viðburðir: 1) Húkkaraball fimmtudagskvöldið 1. ágúst nk.2) Brenna á Fjósakletti föstudagskvöldið 2. ágúst nk. 3) Skemmtidagskrá alla dagana á hátíðarsvæði. Sótt er um vínveitingarleyfi fyrir bjór- og léttvínssölu á svæðinu frá kl. 15:00 til 05:00 og leyfi til að selja sterkari drykki frá kl. 22:00 til 05:00.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir umsagnaraðilar, þ.e. slökkvistjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, veiti einnig jákvæða umsögn.
Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

Bæjarráð óskar Eyjamönnum og gestum gleðilegrar þjóðhátíðar.

     

5.

Rekstur kvikmyndahúss (Eyjabíó) í Kviku - 201901042

 

Þann 10 júlí sl., óskaði Vestmannaeyjabær eftir tilboðum í rekstur kvikmyndahúss í Kviku. Tilboðsfrestur var til 24. júlí sl. Eitt tilboð barst Vestmannaeyjabæ í rekstur kvikmyndahússins og var það frá Svavari Vignissyni.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

     

6.

Þátttaka í íbúasamráðsverkefni með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarbæjar - 201903092

 

Samráðshópur sem skipaður var til að velja sveitarfélög til þess að taka þátt í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar, lauk nýlega vali á þremur sveitarfélögum af tíu sem sóttu um að vera með í umræddu samstarfsverkefni. Samráðshópurinn valdi Kópavogsbæ, Norðurþing og Stykkishólm til þátttöku í verkefninu. Vestmannaeyjabæjar var meðal umsækjenda, en varð ekki fyrir valinu.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð óskar umræddum sveitarfélögum góðs gengis og bindur vonir við að afraksturinn nýtist öðrum sveitarfélögum vel í framtíðinni.

     

7.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Fyrir bæjarráði lágu til kynningar fundargerðir ársins 2019 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og frá stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hins vegar.

     

8.

Siðareglur kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar - 201505010

 

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarstjórnum að setja sér siðareglur. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallaði um málið í janúar sl. og vísaði því til bæjarráðs til afgreiðslu.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð hefur fjallað um siðareglurnar, sem síðast voru samþykktar í maí 2015, og komist að þeirri niðurstöðu að þær þarfnist ekki endurskoðunar og haldi því gildi sínu. Verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu tilkynnt um þá niðurstöðu.

     

9.

Eyjasund - frá Eiðinu í Heimaey til Landeyjasands - 201907120

 

Þann 23. Júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Það tók Sigrúnu Þuríði um fjóra og hálfa klukkustund að þreyta sundið.
Í tengslum við þetta afrek Sigrúnar Þuríðar og í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar barst bæjarráði tillaga frá Jóhannesi Jónssyni sem leggur til að Vestmannaeyjabær láti útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund. Fyrirmynd bikarsins er Drangeyjarsundsbikarinn sem varðveittur er hjá ÍSÍ. Eyjasundsbikarinn yrði t.d. varðveittur í sundlaug Vestmannaeyjabæjar og sundmennirnir fengju fallegt viðurkenningarskjal þegar þeir hafa lokið sundi og nafn þeirra skráð á bikarinn. Eyjasundið er töluvert lengra en Drangeyjarsundið og verðskuldar því að það sé sett á ákveðinn stall.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð óskar Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur til hamingju með frábært sund. Bæjarráð tekur heilshugar undir tillögu Jóhannesar og felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar framgang málsins í samráði við æskulýðs- tómstunda- og íþróttafulltrúa bæjarins.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159