09.09.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 233

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 233. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

9. september 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Gústaf Adolf Gústafsson varamaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson varamaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2019 - 201901015

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir júní, júlí og ágúst 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í júní, júlí og ágúst bárust samtals 33 tilkynningar vegna 26 barna. Mál 12 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Fjölmenningarfulltrúi - 201901031

 

Umræður um stöðu fjölmenningarfulltrúa

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar forstöðumanni Safnahúss, Kára Bjarnasyni fyrir greinagerð um stöðu fjölmenningarfulltrúa Vestmannaeyja. Staða fjölmenningarfulltrúa í Vestmannaeyjum var ný staða sem samþykkt var til reynslu til áramóta. Fjölmenningarfulltrúinn hefur verið að vinna að mörgum góðum verkefnum sem snýr að bættri þjónustu fyrir nýbúa í Vestmannaeyjum. Samkvæmt greinagerð er margt framundan og mælir ráðið því með að staða fjölmenningarfulltrúa verði gerð að fastri stöðu hjá Vestmannaeyjabæ. Ráðið vísar erindinu til gerð fjárhagsáætlunar 2020.

     

4.

Ungmennaráð Vestmannaeyja - 200702064

 

Drög að samþykkt fyrir ungmennaráð í Vestmannaeyjum lögð fram til kynningar.

   
 

Niðurstaða

 

Í 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 kemur fram að sveitarfélög hutist til um að stofnuð séu ungmennaráð sem hafi m.a. það hlutverk að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnum er gert að setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð. Ráðið þakkar kynninguna og mun taka málið aftur til dagskrá á næsta fundi ráðsins.

     

5.

Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar - 200804058

 

Kynning á vinnuskólanum sumarið 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í sumar voru um 67 ungmenni á launaskrá í Vinnuskólanum og sex flokkstjórar í 5 stöðugildum. Af þessum 67 ungmönnum voru nokkrir sem störfuðu á leikskóla, hjá ÍBV íþróttafélagi og hjá GV. Auk hefðbundinna verkefna Vinnuskólans var boðið upp á fræðslu frá Jafningjafræðslunni og grillveislu. Ráðið þakkar kynninguna.

     

6.

Heilsuefling fyrir eldri borgara - 201811022

 

Framkvæmdastjóri sviðs gerir grein fyrir stöðu Janusarverkefnisins.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið fagnar því að nú sé verkefnið farið af stað. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir sýndu áhuga og mættu á kynningarfund um verkefnið. Einnig var mjög ánægjulegt að sjá hve mikill áhugi er á verkefninu, þar sem þátttaka fór fram úr björtustu vonum.

     

7.

Hreystivöllur - 201909016

 

Tillaga að uppsetningu á hreystivelli staðsettur við Íþróttamiðstöðina.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið leggur til að hreystitæki verði sett upp við Íþróttamiðstöðina. Það hefur sýnt sig að margir íbúar Vestmannaeyja hafa áhuga á að efla heilsu sína. Það er liður í bættri þjónustu til íbúa að bærinn setji upp hreystivöll þar sem tækifæri er til að æfa utandyra. Ráðið felur framkvæmdastjóra í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið að hanna og kostnaðareikna uppsetningu á slíkum velli og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

     

                            

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159