17.09.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 239

 

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 239. fundur

Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

17. september 2019 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

Sigursveinn Þórðarson vék af fundi í máli 2

 

Dagskrá:

 

1.

Viðgerðir á Friðarhafnarkanti - 201908205

 

Fyrir liggur tilboð frá Köfunarþjónustunni vegna viðgerða á stálþili á Friðarhafnarkanti. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sé 40 milljónir króna. Ljóst er að viðhaldsfé sem áætlað er í fjárhagsáætlun ársins 2019 nægir ekki til að ljúka þessu verki. Nauðsynlegt er að óska eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir að fara í viðgerðir á stálþili á Friðarhafnarkanti. Einnig samþykkir ráðið að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjárveiting að upphæð 40 milljónir króna til þessa verks. Fjármagn sé tekið af eigin fé Hafnarsjóðs.

     

2.

Upplýsingar vegna mengunarvarnabúnaðar - 201909071

 

Fyrir liggur svar frá Eimskip vegna virkni mengunarvarnarbúnaðar í flutningaskipum félagsins. Fram kom í svari Eimskips að útblásturshreinsibúnaður var settur í Lagarfoss núna nýlega, þ.e. svokallaður "open loop scrubber". Um er að ræða umtalsverða fjárfestingu en þetta er ný tækni í þeirra flota. Vélstjórarnir á skipinu hafa verið að prófa sig áfram með rekstur búnaðarins. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum er tilkomið vegna þess að búnaðurinn var í notkun þegar skipið fór frá bryggju. Við það skolaðist sjóblandað sót í höfnina.

Eimskip vill árétta að ekki er um olíumengun að ræða, heldur eru þetta losunarefni úr hreinsibúnaðinum, samblanda af sjó og brennisteinsögnum, sem eru hreinsaðar úr útblæstrinum til þess að lágmarka loftmengun. Hreinsibúnaðurinn var framleiddur og er starfræktur í samræmi við leiðbeiningar IMO "MEPC 68/21/Add.1 2015 Guidelines for exhaust gas cleaning systems".

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar greinargóð svör og fagnar því að Eimskip tekur mengunarmálum alvarlega.

     

3.

Stálþil á Skipalyftukanti 2019 - 201907127

 

Fyrir liggja teikningar af endurnýjun stálþils á Skipalyftukanti en stefnt er að því að hefja framkvæmdir árið 2020

   
 

Niðurstaða

 

Hjá Vestmannaeyjahöfn hefur í nokkurn tíma ekki verið unnar viðhalds- og framkvæmdaáætlanir. Var Sveini Valgeirssyni falið að fara yfir þessi mál og sækja um framkvæmdastyrki til samgönguáætlunar, meðal annars vegna endurnýjunar á Skipalyftukanti. Framkvæmdir við hafnarmannvirki eru yfirleitt dýrar og kostnaðarsamar framkvæmdir og því munar miklu fyrir rekstur hafnarinnar að sótt sé um styrki til framkvæmda og létta undir reksturinn. Að útbúa og vinna eftir áætlun veitir aðhald og auðveldar stjórnendum bæjarins að átta sig á framkvæmda- og viðhaldsþörf hafnarinnar.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159