18.09.2019

Fræðsluráð - 321

 
 Fræðsluráð - 321. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. september 2019 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Rannveig Ísfjörð 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir og Lilja Björg Arngrímsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

Dagvistun í heimahúsum - mismunagreiðslur - 201711083

 

Framhald af 5. máli 320. fundar fræðsluráðs frá 21. ágúst sl.

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram tillögur að breytingum varðandi niðurgreiðslur til dagforeldra sem og breytingu varðandi heimagreiðslur.
Lagt var til að niðurgreiðslur til foreldra á dagforeldrgreiðslum hækki verulega sem og leikfangastyrkur til dagforeldra.
Vegna þess hve mörg laus pláss eru hjá dagforeldrum og aukning á leikskólaplássum hjá Vestmannaeyjabæ telur framkvæmdastjóri ekki þörf á heimgreiðslum né niðurgreiðslum fyrir ónýtt pláss hjá dagforeldrum og leggur til að þær verði lagðar niður að svo stöddu frá og með 1. janúar 2020.
Fræðsluráð leggur áherslu á að hlúa að ungum fjölskyldum og gera Vestmannaeyjar að raunhæfum kosti fyrir ungt fólk til að setjast að. Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að þjónusta og gjaldheimta við þennan mikilvæga hóp sé eins hagstæð og mögulegt er.
Ráðið samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir umræddum breytingum við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

     

2.

Skólalóðir GRV. - 201611104

 

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við skólalóðir GRV.

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir framkvæmdum við skólalóðir GRV og Kirkjugerðis. Uppbygging og lagfæringar á skólalóðum GRV eru unnar eftir áætlun sem stjórnendur GRV hafa samþykkt og í samvinnu við stjórnendur og Umhverfis- og framkvæmdasvið. Í fjárhagsáætlun ársins 2019 var samþykkt 25 milljónir í skólalóðirnar og hefur verið framkvæmt fyrir um 24 milljónir.
Áherslan hefur verið á skólalóð Barnaskóla Vestmannaeyja. Uppsetning á körfuboltavelli er lokið sem og leiktækjum og undir lagi. Markmiðið er að setja gúmmílag á vellina auk girðinga í kringum þá sem og leiktæki við Hamarsskóla. Einnig er markmið að lagfæra allan frágang og bæta undirlag t.d. við fimm ára deildina og vestan megin við Hamarsskóla. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs mælir með því að áfram verði varið fjármagni í skólalóðir GRV og einnig verði veitt fjármagn í lóðir Kirkjugerðis fyrir fjárhagsárið 2020. Fræðsluráð þakkar kynninguna og tekur undir að leggja þurfi áfram fjármagn í skólalóðirnar. Ráðið felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir fjármagni til skólalóðanna þar með talið við leikskólann Kirkjugerði við gerð fjárhagsársins 2020.

     

3.

Mat á stöðu stoðkerfis GRV - 201809110

 

Umræður um stoðkerfi GRV og þau úrræði sem gripið var til við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Rætt var um þær ráðstafanir sem voru samþykktar á 310. fundi fræðsluráðs í kjölfar niðurstöðu starfshóps um stoðkerfi GRV. Um var að ræða aukið starfshlutfall náms- og starfsráðgjafa og skýrari starfslýsingu og skilgreindari verkefni, upptaka teymiskennslu á miðstigi og viðbótarkennslumagni við útreikninga á “pottormi? háð rökstuðningi skólastjóra og fræðslufulltrúa. Fræðsluráð felur umræddum starfshópi um stoðkerfi GRV að koma saman, yfirfara og meta umrædd úrræði og fara heildrænt yfir málaflokkinn. Starfshópnum er falið að koma með niðurstöður á því mati á næsta fundi ráðsins. Í starfshópnum sitja skólastjóri GRV, tveir kennarar sem skipaðir eru af Kennarafélagi Vestmannaeyja, fulltrúi foreldrafélagsins, formaður fræðsluráðs og fræðslufulltrúi.

     

4.

Gangbrautavarsla í GRV - 201907007

 

Umræður og upplýsingar um stöðu gangbrautavörslu við GRV

   
 

Niðurstaða

 

GRV verður áfram með nemendur í 10. bekk sem sinna gangbrautarvörslu bæði við Barna- og Hamarsskóla á morgnana í vetur. Verið er að vinna að skipulagningu. Ráðið fagnar því að gangbrautarvarslan verði áfram enda mikilvægt að gæta vel að öryggi skólabarna.

     

5.

Endurskinsborðar fyrir grunnskólabörn - 201909079

 

Tillaga um að börn í 1. - 4. bekk fái frían endurskinsborða í upphafi skólaársins.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð leggur til að nemendur í 1.-4. bekk fái afhenta að gjöf endurskinsborða í upphafi skólaársins í tilefni 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Mikilvægt er að gæta vel að öryggi skólabarna í umferðinni og hvetur fræðsluráð foreldra til að fara vel yfir umferðarreglurnar og leiðbeina þeim með bestu og öruggustu leiðir í og úr skóla.
Við upphaf hvers skólaárs mun 1. bekkur fá endurskinsborða og framkvæmdastjóra er falið að sjá um málið.

     

6.

Fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins haldinn 15. febrúar 2019 - 201902113

 

Tillaga um fjármagn til húsgagnakaupa skv. tillögu sem koma frá í fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins þann 15. febrúar 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem haldinn var 15. febrúar 2019 kom fram tillaga um húsgagnakaup í skólastofur fyrir eldri nemendur. Ráðið leggur til að gert verði ráð fyrir slíkum kaupum við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og felur framkvæmdastjóra að fylgja því eftir.

     

7.

Haustþing KV. Beiðni um styrk. - 200706243

 

Kennarafélag Vestmannaeyja óskar eftir styrk vegna fyrirlesturs á haustþingi félagsins sem haldið verður þann 4. október nk.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð samþykkir að veita styrk til KV að upphæð kr. 50.000,-

     

8.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159