30.09.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 312

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 312. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 30. september 2019 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Tekið fyrir frestað erindi. Deiliskipulagstillaga á athafnasvæði AT-1.
Ráðið boðaði hagsmunaaðila sem sendu inn bréf í auglýsingarferli skipulagsins til fundar í Pálsstofu þann 26 sept. s.l.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar öllum aðilum fundarins í Pálsstofu fyrir góðar og gagnlegar umræður. Í ljósi umræðna á fundinum frestar skipulagsráð afgreiðslu skipulagsins og leggur til að farið verði betur yfir þau atriði sem snúa að umfangi og legu byggingarreita í samráði við lóðarhafa. Ráðið felur skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa framgang málsins.
 
 
2. Hásteinsvegur 23. Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreytingar - 201909002
Vilhjálmur Bergsteinsson sækir um leyfi fyrir vöruhurð á norðurhlið dekkjaverkstæðis sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
3. Heiðarvegur. Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósleiðari - 201909014
Faxi ehf. f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara í gangstétt á Heiðarvegi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
4. Nýjahraun - minningarskjöldur um Jómsborg - 201909115
Carl Ólafur Granz sækir um leyfir fyrir minnisvarða í hrauninu austan við Kirkjuveg sbr. innsend gögn. Jómsborg stóð við Víðisveg 9 og var reist árið 1912.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
5. Smáragata 34 - umsókn um niðurrif - 201909158
Guðjón Ármannsson sækir um leyfi fyrir niðurrifi á einbýlishúsi Smáragötu 34 sbr. innsent bréf.
 
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.9.2019.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
6. Áskorun til sveitafélaga - heimilissorp - 201909157
Tekið fyrir bréf frá Bláa hernum, Plokk á Íslandi og Íslenska sjávarklasanum.
Í bréfinu kemur ma. fram; Talið er að um helmingur rusls á götum komi úr heimilissorptunnum sem opnast í roki. Svo endar það oft í hafinu. Nú þegar haustlægðir nálgast er brýnt að grípa strax til aðgerða.
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð tekur áskoruninni og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir.
 
 
7. Umhverfis Suðurland - 201808156
Erindi frá 1551 fundi Bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að frá og með næstu áramótum verði það stefna Vestmannaeyjabæjar að hætta notkun einnota plasts hjá stofnunum bæjarins.
Bæjarstjórn leggur fyrir umhverfis- og skipulagsráð að vinna með forstöðumönnum stofnana bæjarins að því að minnka innkaup á einnota plasti og stefna að því að
hætta alfarið notkun þess í náinni framtíð.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að skipa starfshóp sem mun vinna þetta í skrefum og í samvinnu með forstöðumönnum stofnanna Vestmannaeyjabæjar. Ráðið leggur til að einn fulltrúi verði úr umhverfis- og skipulagsráði auk starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Ráðið óskar jafnframt eftir tilnefningu um fulltrúa úr fræðsluráði.
 
 
8. Heimaklettur. Raforkustöð. - 201810088
Lagt fram erindi um raforkustöð á Heimakletti í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga.
 
Niðurstaða
Niðurstaða ráðsins:
Isavia ohf. sótti um leyfi fyrir raforkustöð við ljósamastur á Heimakletti 15. október 2018. Ráðið gat ekki samþykkt fyrirliggjandi útlit og staðsetningu og óskaði eftir tillögu sem félli betur að umhverfinu.
Isavia hafði þá þegar grafið holu án leyfis og var því ákveðið að skipulags- og byggingafulltrúi, þáverandi eftirlitsmaður fasteigna og fulltrúi úr ráðinu, Eyþór Harðarsson, færu í vettvangsferð á Heimaklett til að skoða möguleg svæði sem hefðu engin sjónræn áhrif frá bænum. Tvö svæði, A og B, voru merkt sem möguleg svæði.
Umbeðnar tillögur frá ráðinu þar sem útlit raforkustöðvar félli betur að umhverfinu komu frá Isavia. Ráðið samþykkti 31. október 2018 að veita Isavia leyfi fyrir svæði A tímabundið í 12 mánuði.
Á fundi 2. september 2019 kom ný beiðni frá Isavia. Isavia taldi svæði A mjög erfitt vegna mikils halla og yrði því erfitt að vinna á því svæði yfir veturinn þegar bleyta og hálka yrði. Óskaði Isavia eftir nýjum staðsetningum. Svæði sem er á hæsta punkti Heimakletts, sem aldrei kom til greina að hálfu ráðsins að samþykkja, en í annað sinn var búið var að grafa holu í leyfisleyfi, og til vara svæði B.
Meirihluti ráðsins samþykkti svæði B tímabundið í 12 mánuði þar sem svæðið hafði verið merkt sem mögulegt svæði, enda engin sjónræn áhrif frá bænum. Minnihluti ráðsins samþykkti ekki beiðni Isavia og töldu að vel væri hægt að leysa málið með því að leggja rafmagnskapal.
Nú hefur framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia tjáð sig um það í fjölmiðlum að enn sé til skoðunar að leggja frekar rafmagnskapal sem alltaf hefur verið fyrsti kostur ráðsins. Í ljósi þess leggur umhverfis- og skipulagráðs til við Isavia að farið verði í þá framkvæmd í stað þess að koma fyrir raforkustöð á Heimakletti.
Samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Fjölmiðlaumfjöllun um málið sl. helgi þar sem kom fram að enn væri verið að skoða lagningu rafmagnskapals gaf bersýnilega til kynna að málið hafði ekki verið rætt til hlítar af hálfu ISAVIA og meirihluta bæjarstjórnar. Þá staðfesti umrædd fjölmiðlaumfjöllun það að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tilbúinn til þess að beygja sig undir mjög svo grófar kröfur þeirra á Heimakletti í stað þess að taka umræðuna til verndar náttúru Vestmannaeyja.
Nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og skipulagsráði fagna því að meirihluti H- og E- lista taki nú undir þau sjónarmið sem komu fram í bókun okkar á síðasta fundi ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á meirihluta bæjarstjórnar að hafa kjark og þor til þess að snúa þeirri skaðlegu ákvörðun sem þegar hefur verið tekin, að heimila byggingu á Heimakletti.
Eyþór Harðarsson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
 
9. Brattagata 10 - Umsókn um lóð - 201909166
Sigríður Lára Andrésdóttir sækir um lóð nr. 10 við Bröttugötu.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. apríl 2020.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159