15.10.2019

Bæjarráð - 3110

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3110. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

15. október 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður og Elís Jónsson varamaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Atvinnumál - 201909001

 

Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar þann 26. september sl., voru lögð fyrir bæjarráð drög Þekkingarseturs Vestmannaeyja að verklagi og tímaáætlun við undirbúning og gerð atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð mun fara yfir drögin og taka inn á næsta fund ráðsins. Í framhaldi mun bæjarráð skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að kortleggja atvinnumál í Vestmannaeyjum og móta drög að atvinnustefnu fyrir Vestmannaeyjabæ sbr. ákvörðun bæjarstjórnar þar um.

     

2.

Innleiðing persónuverndarlaga - 201712076

 

Lögð voru fyrir bæjarráð drög að persónuverndaryfirlýsingu og innri persónuverndarstefnu fyrir starfsemi Vestmannaeyajabæjar. Hluti af innleiðingu persónuverndarlaga sem sveitarfélögum af tiltekinni stærð er skylt að framkvæma, er að bæjaryfirvöld samþykki sérstaka persónuverndaryfirlýsingu og innri persónuverndarstefnu. Drögin eru unnin í samráði við sérfræðifyrirtækið Dattacalabs sem fengið var til að aðstoða Vestmannaeyjabæ við innleiðingarferlið.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir persónuverndaryfirlýsinguna og innri persónuverndastefnuna.

     

3.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Til upplýsinga voru lagðar fyrir bæjarráð tvær fundargerðir: Annars vegar fundargerð nr. 549 frá stjórn SASS frá fundi dags. 27. september sl. og hins vegar fundargerð nr. 874 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi þann sama dag.

     

4.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Bæjarstjóri greindi frá stöðunni í Landeyjahöfn. Hvað varðar dýpið er staðan góð og nægt dýpi í hafnarminninu og fyrir utan höfnina fyrir siglingar. Áhersla verður nú lögð á dýpkun innan hafnar. Unnið er eftir drögum að dýpkunaráætlun og að því að eyða út dýpkunartímabilum.

Bæjarstjóri átti fund með fulltrúum Flugfélagsins Ernis þar sem rædd var staða flugsins almennt og rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Mikilvægt er að aðgerðir stjórnvalda einskorðisk ekki við skosku leiðina, heldur þurfi einnig að koma til endurkoðunar á skattaumhverfi innanlandsflugs.

     

5.

Fundir bæjarstjórnar Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis - 201909160

 

Greint var frá fundi bæjarfulltrúa með þingmönnum kjördæmisins sem fram fór þann 3. október sl. Á fundinum var þung áhersla lögð á heilbrigiðsmál, þar sem staðan á HSU í Vestmannaeyjum var m.a. rædd. Einnig var staðan varðandi hjúkrunarheimilin og dagdvalarþjónustan rædd, þar sem sveitarfélagið er að greiða fyrir hluta ríkisins af þessari þjónustu.

Rætt var um skipulag og starfsmannahald sýslumannsins í Vestmannaeyjum þar sem fram kom að mikilvægt sé að styrkja embættið með því að fá fleiri verkefni til Eyja.

Samgöngur voru einnig ræddar og sérstaklega staðan í Landeyjahöfn og úttektin sem áform eru um að ráðast í. Þá voru dýpkunarmál rædd, m.a. mikilvægi þess að höfnin verði heilsárshöfn eins og búið var að lofa.

Jafnframt voru flugsamgöngur ræddar þar sem lögð var áhersla á að styrkja innanlandsflugið. Fram kom að mikilvægt sé að lækka skatta á innanlandsflugið til að auðvelda rekstrarumhverfi þess. Ánægja er með hugmyndir stjórnvalda um skosku leiðina, en hún dugar samt ekki ein og sér. Frekari aðgerðir stjórnvalda eru nauðsynlegar.

     

6.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarfundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:47

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159