15.10.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 240

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 240. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15. október 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 1.máli
 
Dagskrá:
 
1. Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum - 201403012
Hafþór Halldórsson kynnti stöðuna vegna mats á umhverfisáætlun vegna sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum. Fram kom í máli Hafþórs að vinna gengur samkvæmt áætlun.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar Hafþóri kynninguna.
 
2. Hafnargjöld vegna Herjólfs III - 201910023
Fyrir liggur erindi frá Vegagaerðinni vegna hafnargjalda Herjólfs III en gjöld Herjólfs III eru í dag miðuð við fulla starfsemi skipsins.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að hafnargjöld Herjólfs III verði í samræmi við hafnargjöld hjá öðrum notendum Vestmannaeyjahafnar skv. gjaldskrá, þ.e. fastagjald auk þjónustugjalda í samræmi við umræður á fundinum. Framkvæmdastjóra er falið að svara bréfritara.
 
3. Samstarfshópur hafnsögumanna og skipstjóra lóðs- og dráttarbáta innan Hafnasambands Íslands - 201909012
Framkvæmdastjóri kynnti erindisbréf faghóps á vegum Hafnasambandsins fyrir hafnsögumenn og skipstjóra lóðs- og dráttarbáta.
 
4. Veðurathuganir á Eiði - 201910060
Umræða um framtíðaráform vegna stækkunar hafnarsvæðis og þær rannsóknir sem mögulega þurfa að fara fram.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að skoða hvaða rannsóknir þurfa að fara fram og leggja fyrir ráðið hugsanleg næstu skref.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:33
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159