16.10.2019

Fræðsluráð - 322

 
 Fræðsluráð - 322. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

16. október 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson formaður, Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn í 5. máli.

 

Dagskrá:

 

1.

Niðurstöður starfshóps um stöðu stoðkerfis GRV. Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöðu starfshóps. - 201809110

 

Niðurstöður starfshóps um stöðu stoðkerfis GRV.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna og starfshópnum vinnuna. Ráðið felur framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa að vinni úr tillögum í samvinnu við skólastjóra GRV. Ráðið leggur til að tillögur verði kostnaðarmetnar og niðurstöður úr því verði lagðar fyrir fræðsluráð á næsta fundi. Gera þarf ráð fyrir framlagi vegna tillagna við vinnu fjárhagsáætlunar. Ráðið telur mikilvægt að styðja áfram við og styrkja stoðkerfi GRV og metur niðurstöðu starfshóps um stöðu stoðkerfis mjög mikilvægan þátt í því.

     

2.

Starfsáætlanir leikskóla. - 201310060

 

Starfsáætlanir Kirkjugerðis og Sóla fyrir skólaárið 2019-2020 lagðar fram. Ný skólanámskrá Kirkjugerðis einnig kynnt.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir starfsáætlunina.

     

3.

Framkvæmdir á Kirkjugerði - 201910095

 

Farið yfir stöðu framkvæmda á Kirkjugerði.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir og leggja formlegt minnisblað fyrir næsta fund ráðsins.

     

4.

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla - 201910096

 

Stofnun þróunarsjóðs fyrir leik- og grunnskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Rætt um þróunarsjóð leik- og grunnskóla í öðrum sveitarfélögum. Markmiðið með stofnun slíks sjóðs væri að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi skólanna í bænum. Ráðið felur fræðslufulltrúa að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum.

Bókun:
Þróunarsjóður leik- og grunnskóla hefur blásið kennurum byr í brjóst við að efla menntun á skólastiginu í öðrum sveitarfélögum. Framþróun og öflugt innra starf er ómetanlegt í skólastarfi. Meirihluti ráðsins telur mikilvægt að afla upplýsinga frá þeim sveitarfélögum sem hafa slíka sjóði og hvetur bæjarstjórn til þess að líta jákvætt á slíkan sjóð í fjárhagsáætlunarvinnunni sem stendur yfir og er framundan

     

5.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159