28.10.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 314

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 314. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 28. október 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Esther Bergsdóttir 1. varamaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Esther Bergsdóttir vék af fundi í fyrsta máli.
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Frestað erindi.
Lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa.
 
Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa í samvinnu við skipulagsráðgjafa að taka saman greinargerð um framvindu deiliskipulagsins samanber minnisblað skipulagsráðgjafa og umræður á fundinum.
 
 
2. Heiðarvegur 14. Umsókn um byggingarleyfi - slökkvistöð - 201910099
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir stækkun Þjónustumiðstöðvar Heiðarvegi 14. Um er að ræða viðbyggingar og breytingar sem auglýstar hafa verið í deiliskipulagstillögu athafnasvæðis AT-1 sl. sumar. Framkvæmdin sem um er sótt telur nýja 750fm. slökkvistöð, nýtt stigahús og inngang við austurhlið og innanhúsbreytingar í eldra húsnæði í samræmi innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt lóðarhöfum Heiðarvegi 11,13,15,19. Vestmannabraut 73. Faxastíg 36. Græðisbraut 1,2. Flatir 19,21,22.
 
 
3. Íþróttamiðstöð - Umsókn um byggingarleyfi - 201910130
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum í samræmi við innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
4. Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi - 201910112
Ingimar Sveinn Andrésson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt lóðarhöfum í Búhamri 13,15,17,29,33,35,39,41,70,72. Áshamri 30,32,50,52,54.
 
 
5. Heiðarvegur 3. Umsókn um byggingarleyfi - 201905222
Hlynur Már Jónsson fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir þremur íbúðum í rými 0201 annari hæð í samræmi við innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
6. Ársfundur Umhverfisstofnunar og Skipulagsdagurinn 2019. - 201910127
Lagt fram.
 
 
7. Hreinsivirki vegna hvalalaugar - 201910132
James Burleigh fh. Beluga building company sækir um leyfi til að breyta fyrirhugðu útliti á hreinsivirki fyrir hvalalaug sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
8. Gerðisbraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201910140
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Garðar Heiðar Eyjólfsson og Arna Björk Guðjónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt lóðarhöfum Gerðisbraut 1,2,3,4,5,6 og Nýjabæjarbraut 8A,10.
 
 
9. Eiði 8 - Umsókn um stækkun lóðar - 201910139
Bragi Magnússon fh. Löngu ehf. sækir um leyfi fyrir stækkun lóðar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs.
 
 
10. Básaskersbryggja 6 - Umsókn um stöðuleyfi - 201910141
Einar S. Einarsson sækir um 12 mánaða stöðuleyfi fyrir tveimur 40 feta gámum á hafnarlóð Básaskersbryggju 6.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159