29.10.2019

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. - 29

 
FUNDARGERÐ
Fundur nr. 29 í stjórn Herjólfs ohf., haldinn föstudaginn 29. október 2019 kl.17:00 
í fundarsal Hótels Vestm. 
 
Mættir voru:  Arnar Pétursson, Arndís Bára Ingimarsdóttir, Páll Þór Guðmundsson, Agnes Einarsdóttir, Guðlaugur Friðþórsson,  Birna Vídó Þórsdóttir, Aníta Jóhannsdóttir og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri.
 
Til fundarins var boðað með tölvupósti.  Engar athugasemdir bárust varðandi boðunina. 
 
Á dagskrá fundarins voru sex dagskrárliðir:
 
1. Árshlutauppgjör, drög að 8 mánaða uppgjöri ársins 2019. Framkvæmdastjóri fór yfir rekstrartölur.  Rekstur gengur eins og gert var ráð fyrir í áætlunum en þar sem framundan eru þungir mánuðir rekstrarlega er mikilvægt að gætt sé áframhaldandi aðhalds. 
 
2. Starfsmannastefna. Framkvæmdastjóri kynnti drög að starfsmannastefnu.  Umræða var um stefnuna og það ferli sem hún er í.  Verður aftur tekið fyrir á næsta fundi. 
 
3. Starfsreglur stjórnar Starfsreglur stjórnar Herjólfs ohf. liggja fyrir og eru tilbúnar til yfirlesturs.  Stefnt er á að samþykkja þær á næsta fundi. 
 
4. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007. Tillaga til þingsályktunar um breytingu á vegalögum var lögð fram og stjórnin kynnti sér hana. 
 
5. Markaðsmál, app, internet, heimasíða. Umræða tekin um markaðsmál og ýmis tækniatriði.  
Birna yfirgefur fundinn. 
 
6. Önnur mál. Tillaga kom frá framkvæmdastjóra um að sigla á jóladag. Niðurstaða: samþykkt samhljóða.
 
Ekki annað rætt, fundi slitið kl. 19:30. Fundargerð ritaði Agnes Einarsdóttir. 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159