05.11.2019

Bæjarráð - 3112

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3112. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

5. nóvember 2019 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Elís Jónsson varamaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Bæjarstjóri fór yfir upplýsingar frá framkvæmdastjóra Herjólfs um stöðuna. Þar kom fram að kaup á rafmagni fyrir siglingar Herjólfs er í útboðsferli, en þangað til mun HS Orka selja félaginu rafmagn. Ríkiskaup annast útboðið og fer útboðsferlið fram á evrópska efnahagssvæðinu. Niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega.

Unnið hefur verið að uppsetningu á spennum og rafbúnaði til hleðslu fyrir ferjuna. Fulltrúar framleiðenda búnaðarins og innlendir sérfræðingar hafa undanfarið unnið að því að ljúka gerð landhleðslu í Vestmannaeyjum og Landeyjum.

Fulltrúar frá ABB eru um borð í Herjólfi að undirbúa búnað ferjunnar fyrir rafhleðslu frá landspennum. Gert er ráð fyrir að sá undirbúningur taki einhverja daga. Sérfræðingar munu svo í næstu viku yfirfara og samstilla búnað í landi og í skipinu. Að þeirri vinnu lokinni verður hægt að hlaða Herjólf og hefja siglingar með notkun rafmagns. Ávinningurinn er tvíþættur: Annars vegar er kostnaður raforku umtalsvert lægri en olíu og hins vegar er losun CO2 mun minni og betri hljóðvist á siglingum.

Von er á niðurstöðu dýpkunaráætlunar í Landeyjahöfn og dýpkunarsamningi síðar í þessari viku.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar

     

2.

Umræða um heilbrigðismál - 201810114

 

Fjallað var um alvarlega stöðu bráðaviðbragðs sjúkraflugs í Vestmannaeyjum á fundi bæjarstórnar sem haldinn var þann 31. október sl.

Bæjarráð tók þetta upp og ræddi frekar á fundi sínum í dag. Staðan er alvarleg þar sem Vestmannaeyjar eru fjölmennasti þéttbýliskjarni á landinu þar sem ekki er möguleiki á sérhæfðu bráðaviðbragði sérþjálfaðra lækna og bráðatækna innan 45-60 mínútna.
Jafnframt var rekstur Hraunbúða tekinn fyrir á fundi bæjarráðs í dag, en ríkið ber ábyrgð á fjármögnun hjúkrunarrýma á stofnuninni.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundum bæjarráðs með heilbrigðisráðherra og verlferðarnefnd um bráðaviðbragð sjúkraflugs og rekstur Hraunbúða og nauðsynlegra aðgerða krafist sbr. bókun bæjarstjórnar.

     

3.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð nr. 875, frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. október 2019.

     

4.

Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð - 201904142

 

Til umræðu voru tvær beiðnir Alþingis um umsagnir um frumvörp til breytinga á lögum: Annars vegar á vegalögum nr. 80/2007, þar sem ferjuleiðir falli undir skilgreiningu á þjóðvegum. Hins vegar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þar sem lagt er til að sveitarstjórnum verði heimilt að lækka hlutfall þeirra sem kosningarétt eiga til að efna til borgarafunda og íbúakosninga.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir drög að umsögn um frv. um br. á vegalögum sem lagt var fram fyrir fundinn. Jafnframt tekur bæjarráð undir með flutningsmönnum frv. um br. á sveitarstjórnarlögum um heimild sveitarstjórnar til að ákveða lægra hlutfall til að efna til borgarafunda og íbúakosninga. Bæjarráð tekur undir markmið frumvarpsins og telur eðlilegt að sveitarstjórnir ákveði slíkt hlutfall sjálfar.

     

5.

Atvinnumál - 201909001

 

Bæjarstjóri fór yfir undirbúning Þekkingarseturs Vestmannaeyja (ÞSV) að vinnu við gerð atvinnustefnu sbr. ákvörðun bæjarstjórnar og bæjarráðs þar um. Til stóð að taka fyrir tillögur ÞSV að verklagi og tímaáætlun á fundinum, en undirbúningur tillagnanna hefur tekið lengri tíma en ráðgert var og verða þær því teknar fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Í framhaldi mun bæjarráð skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að kortleggja atvinnumál í Vestmannaeyjum og móta drög að atvinnustefnu fyrir Vestmannaeyjabæ.

     

6.

Ágóðahlutagreiðsla 2019 - 201910106

 

Lagt var fram erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi félagsins hafi verið samþykkt að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli vera greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Vestmannaeyjabæjar í Sameignarsjóði félagsins er 4,013% og ágóðahlutagreiðsla ársins 2019 nemur því sama hlutfalli af þeim 50 milljónum króna sem greiða á til aðildarsveitarfélaganna. Það samsvarar kr. 2.006.500.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

     

7.

Umræða um fyrirhugaðar breytingar á sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum - 201901166

 

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hún átti með dómsmálaráðherra þann 4. nóvember sl., um skipulag sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Miklvægt er að sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum verði styrkt, embætti sýslumannsins auglýst, ný verkefni verði fundin og opinber störf þar tryggð og fjölgað samhliða nýjum verkefnum. Þá er það ávallt krafa bæjarráðs að í Vestmannaeyjum verði áfram starfandi dómþing.

     

8.

Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans. - 201504034

 

Bæjarstjóri greindi frá stöðu málareksturs á hendur Landsbankanum vegna endurgjalds til fyrrum stofnfjáreiganda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna hans og Landsbankans. Aðalmeðferð fór fram fimmtudaginn 31. október sl. Í framhaldinu var málið dómtekið og vænta má dóms innan fjögurra vikna.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að fylgjast grant með málinu.

     

9.

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum - 201911006

 

Formaður bæjarráðs fór yfir fund sem Ferðaþjónustusamtök Vestmannaeyja héldu í Sagnheimum þann 27. október sl. og bar yfirskriftina “Ferðaþjónusta - Iðnaður í Vestmannaeyjum?" Á fundinn boðuðu samtökin bæjarstjórn og stjórn Herjólfs ohf., en tilgangur fundarins var að opna á samtal milli þessara aðila, horfa til framtíðar og vinna að stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna í heild þannig að atvinnugreinin geti vaxið og dafnað.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar ferðamálasamtökunum fyrir góðan fund og felur bæjarstjóra framhald málsins.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159