25.11.2019

Umhverfis- og skipulagsráð - 315

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 315. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 25. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Drífa Þöll Arnardóttir vék af fundi í 11 máli
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Frestað erindi.
Á síðasta fundi óskaði Umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta. Greinargerð dags. 25. nóvember 2019 lögð fram.
 
Niðurstaða
Ráðið leggur til að endurskoða deiliskipulagstillögu og sbr. 4. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Í ljósi þeirra athugasemda sem komu fram við áður auglýsta tillögu telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sérkennilegt að nú taki meirihluti ráðsins ákvörðun um að afturkalla þá tillögu sem lá fyrir og hefja vinnu við nýja tillögu sem mun fela í sér mun meira byggingarmagn á svæðinu en þegar var auglýst og mun vera mun umdeildari en fyrri tillaga. Ljóst er að mati undirritaðra að þær óskir sem fram hafa komið falla ekki að umhverfinu og nálægum byggingum í kring. Undirrituð hefðu talið farsælast að áfram yrði unnið í þá átt sem fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Þá telja undirrituð að uppbygginga á húsi af þeirri stærðargráðu sem um ræðir falli betur á nýju iðnaðarsvæði við flugvöllinn.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
Fulltrúar E- og H-lista bóka:
Meirihluti E- og H- lista vill bregðast við óskum lóðarhafa enda um að ræða stækkun á byggingareit innan lóðarmarka lóðarhafa.
Einnig telur meirihluti E- og H- lista mikilvægt að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi.
Meirihluti E- og H- lista telur mikilvægt að vandað sé til málsmeðferðar og farið sé eftir lögum.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
Drífa Þöll Arnardóttir (sign)
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að meirihlutinn ætli að fara eftir lögum í málinu.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
 
2. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll. - 201903016
Lögð fram tillaga á vinnslustigi. Tillagan gerir ráð fyrir lóðum og byggingarreitum fyrir blandaða atvinnustarfsemi með það að leiðarljósi að fjölbreytt stafsemi verði á svæðinu.
Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.
 
Niðurstaða
Lagt fram
 
 
3. Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna I-1 - 201806148
Lögð fram tillaga á vinnslustigi. Tillagan gerir ráð fyrir að móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang verði endurskipulagt með sorpbrennslu, geymslusvæði, aðstöðu til móttöku spilliefna, starfsmannaaðstöðu, meðhöndlunar og flokkunarsvæði. Stefnt er að því að kynna tillöguna á sama tíma og frummatsskýrslu fyrir umhverfismat nýrrar brennslu- og orkunýtingarstöðvar.
 Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.
 
Niðurstaða
Ráðið leggur til við Bæjarstjórn að framlögð gögn verði sett í forkynningu.
 
 
4. Heiðarvegur 14. Umsókn um byggingarleyfi - slökkvistöð - 201910099
Erindi tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu.
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir stækkun Þjónustumiðstöðvar Heiðarvegi 14. Um er að ræða viðbyggingar og breytingar sem auglýstar hafa verið í deiliskipulagstillögu athafnasvæðis AT-1 sl. sumar. Framkvæmdin sem um er sótt telur nýja 750fm. slökkvistöð, nýtt stigahús og inngang við austurhlið og innanhúsbreytingar í eldra húsnæði í samræmi innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Gerðisbraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201910140
Erindi tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu. Garðar Heiðar Eyjólfsson og Arna Björk Guðjónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
6. Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi - 201910112
Erindi tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu.
Ingimar Sveinn Andrésson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Fimm bréf bárust.
 
Niðurstaða
Svar við innsendum athugasemdum:
Göngustígur mun sem fyrr vera með lóðarmörkum að austan, áætlað er að lækka landið samhliða framkvæmdum lóðarhafa þannig að göngustígur falli sem best að landhæð Búhamars 37 og Áshamars 50. Þá vill ráðið benda á að samkomulag liggur fyrir varðandi gönguleið yfir lóðarhorn Áshamars 32.
 
Í Búhamri er nýtingarhlutfall hæst 0,34 og lægst 0,20. Nýtingarhlutfall nýbyggingar er 0,32 eins og fram kemur á útsendum hönnunargögnum.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa að svara bréfriturum.
 
Vísað til afgr. bæjarstjórnar
 
 
7. Brekkuhús. Fyrirspurn til Skipulagsráðs. Niðurrif matshluta 03. - 201908029
Tekin fyrir að nýju frestað erindi.
Valur Andersen óskar eftir afstöðu ráðsins varðandi niðurrif á gamla Brekkuhúsi og nýbyggingu á grunni Brekkuhúss.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
 
Niðurstaða
Ráðið er hlynnt niðurifi sbr. niðurstöður Minjastofnunar og gerir kröfur um að frágangur sé góður og öryggis-og heilbrigðiskröfum sé fylgt. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
8. Strandvegur 30. Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting - 201911088
Birgir Þór Sigurjónsson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir að breyta glugga á vesturhlið að rými 0101 og koma þar fyrir hurð sbr. innsend gögn. Einnig er sótt um afnot af hellulögðu útisvæði norðan við húsið til útiveitinga.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
9. Faxastígur 6. Umsókn um breytta notkun efri hæðar. - 201911043
Árni Óli Ólafsson sækir um leyfi fyrir að breyta notkun matshluta 0202 á efri hæð úr skrifstofurými í íbúð sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
10. Hásteinsvegur 40. Umsókn um breytta notkun. - 201911027
Jónas Þór Sigurbjörnsson sækir um breytta notkun fasteignar úr gistiskála í íbúðarhúsnæði.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
11. Strandvegur 69-71. Umsókn um byggingarleyfi - skipting eignar. - 201911085
Erlendur Pétursson sækir um leyfi fyrir að skipta atvinnhúsnæði í þrjá eignarhluta, tvö rými á jarðhæð með aðkomu frá Strandvegi og rými á efrihæð með aðkomu frá Norðursundi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
12. Eiði 8 - Umsókn um stækkun lóðar - 201910139
Tekið fyrir að nýju frestað erindi. Fyrir liggur umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs frá 5 nóv. sl. Bragi Magnússon fh. Löngu ehf. sækir um leyfi fyrir stækkun lóðar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
13. Norðursund 11. Umsókn um stækkun lóðar. - 201911008
Una Þóra Ingimarsdóttir f.h. 2-Þ ehf. sækir um stækkun lóðar til suðurs sem nemur steyptu plani og tröppum til að auðvelda aðgengi að efri hæð Norðursundi 11.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við umsókn um stækkun lóðar. Ráðið felur byggingarfulltrúa að ræða við eiganda um lausn á aðgengi.
 
 
14. Eiði. Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósleiðari - 201911083
Faxi ehf. f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Botni að Kleifum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
15. Umferðarmál. - 201911042
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá 11. nóv. sl. Umferðarhópur fjallaði m.a. um gangbrautir í Bessahrauni og Brimhólabraut, hraðavaraskilti á Hilmisgötu og Illugagötu, stöðvunarskyldu á Hraunslóð og hraðahindrun á Skólavegi.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að færa gangbraut á Brimhólabraut, hraðamælingar á Heimagötu, Skólavegi og Illugagötu, stöðvunarskyldu á Hraunslóð og gangbraut í Bessahrauni.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159