26.11.2019

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 238

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 238. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

26. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Jón Pétursson framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2019 - 201901015

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir október 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í október bárust 28 tilkynningar vegna 17 barna. Mál 8 barna voru til frekari meðferðar.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum - 201903124

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerir grein fyrir stöðu verkefnis starfshóps um framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum.

   
 

Niðurstaða

 

Starfshópurinn hefur verið starfandi frá því í vor og haldið fjölda funda. Tímamörk verkefnisins var til október 2019. Enn er verið að vinna úr upplýsingum og þarf hópurinn lengri tíma til að skila af sér niðurstöðu. Ráðið þakkar upplýsingarnar.

     

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:01

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159