26.11.2019

Framkvæmda- og hafnarráð - 242

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 242. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
26. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. Strandvegur 26 íbúðir fatlaðra - 201911002
Lagðar fram teikningar vegna íbúða fatlaðra að Strandvegi 26. Fram kom að Vestmannaeyjabær mun fá eignarhlutann afhentann í apríl og er þá hægt að hefjast handa við innréttingar.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að leita eftir samstarfsaðilum varðandi hönnun og útlit íbúða fatlaðra og leggja fyrir ráðið.
 
2. Samantekt á umsvifum hafnarinnar 2014-2018 - 201911051
Framkvæmdastjóri fór yfir umsvif Vestmannaeyjahafnar á árunum 2014-2018.
 
3. Orkuskipti í höfnum - 201911080
Framkvæmdastjóri greindi frá umræðum um orkuskipti í höfnum og áætlunum stjórnvalda um orkuskipti.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
4. Deiliskipulag á móttökustöð úrgangsefna I-1 - 201806148
Deiliskipulag vegna móttökustöðvar úrgangsefni við Eldfellsveg er í vinnslu og voru lögð fram kynningargögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gögn.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159