27.11.2019

Fræðsluráð - 324

 
 Fræðsluráð - 324. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson formaður, Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Ólafur Þór Snorrason mætti á fund vegna 1. máls og vék af fundi eftir það.

Jarl Sigurgeirsson, vék af fundi eftir 1. mál.

 

Dagskrá:

 

1.

Hamarskóli - nýbygging - 201910156

 

Framhald af 8. máli 323. fundar fræðsluráðs. Tillaga að tímalínu varðandi nýbyggingu við Hamarsskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð þakkar framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir. Ráðið samþykkir drög að tímalínu og leggur áherslu á að bygging verði tilbúin fyrir skólaárið 2022-2023. Ráðið skipar faghóp (þarfagreiningahóp) sem samanstendur af skólastjóra GRV, skólastjóra tónlistaskóla, aðstoðarskólastjóra Víkurinnar, fræðslufulltrúa, forstöðumanni frístundavers, húsverði Hamarsskóla, matráði Hamarsskóla, fulltrúa kennara GRV, fulltrúa tónlistarkennara auk framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar. Fræðsluráð leggur jafnframt til að bæjarstjórn skipi byggingarnefnd á fundi bæjarstjórnar þann 5. desember nk.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:

Það er gleðilegt að sú tillaga sem undirrituð báru upp í upphafi kjörtímabilsins sé nú að verða að veruleika. Undirrituð telja þá tímalínu sem liggur fyrir metnaðarfulla og bera þess merki að fara eigi af fullum krafti í þetta brýna verkefni. Við erum þess sannfærð að með samvinnu allra aðila sem koma að málinu mun þetta mikilvæga verkefni fá farsælan enda og verða til happs fyrir alla bæjarbúa.

Ingólfur Jóhannesson (sign)
Silja Rós Guðjónsdóttir (sign)

     

2.

Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla - 201911003

 

Framhald af 6. máli 323. fundar fræðsluráðs. Fræðslufulltrúi kynnti tillögu að fyrirkomulagi hvatningarverðlauna fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð þakkar fræðslufulltrúa fyrir og samþykkir tillögurnar eins og þær eru settar fram. Fræðslufulltrúa er falið að vinna eftir þeim og undirbúa fyrstu hvatningarverðlaun fræðsluráðs vorið 2020.

     

3.

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla - 201910096

 

Framhald af 3. máli 323. fundar fræðsluráðs. Fræðslufulltrúi kynnti drög að úthlutunarreglum þróunarsjóðs leik- og grunnskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð þakkar fræðslufulltrúa fyrir og samþykkir úthlutunarreglurnar eins og þær eru settar fram. Stefnt er að því að veita fyrstu styrkina úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla vorið 2020. Fræðslufulltrúa er falið að fylgja því eftir í samvinnu við framkvæmdastjóra og fræðsluráð.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að hér sé ekki um nýtt fjármagn að ræða heldur er verið að endurskipuleggja ráðstöfun fjármagns sem fer í málaflokkinn. Jákvætt er að verið sé að skilgreina betur nýtingu þess fjármagns sem heyrir undir fræðslukerfið og er þegar innan málaflokksins. Það er von okkar að stofnun sjóðsins muni ýta undir fjölbreytileika og nýsköpun í skólastarfi og verða bæði nemendum og starfsfólki til góðs.

Ingólfur Jóhannesson (sign)
Silja Rós Guðjónsdóttir (sign)

     

4.

Starfsáætlun GRV - 201811078

 

Starfsáætlun GRV lögð fram og kynnt.

   
 

Niðurstaða

 

Skólastjóri lagði fram og kynnti starfsáætlun GRV fyrir skólaárið 2019-2020. Aðstoðarleikskólastjóri Víkurinnar kynnti hluta leikskóladeildarinnar í starfsáætluninni.
Fræðsluráð þakkar kynninguna.

     

5.

Samræmd próf 2019 - 2020 - 201909072

 

Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra prófa.

   
 

Niðurstaða

 

Skólastjóri GRV kynnti niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk og fór yfir aðgerðaráætlun sem unnin var út frá niðurstöðunum.
Ráðið þakkar kynninguna.

     

6.

Staða daggæslumála. - 201104071

 

Framhald af 2. máli 323. fundar fræðsluráðs. Umræður um stöðu dagforeldra eftir samtal fræðslufulltrúa og fulltrúa í fræðsluráði við þá.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar fræðslufulltrúa, Örnu Huld Sigurðardóttur, fulltrúa meirihluta og Silju Rós Guðjónsdóttur, fulltrúa minnihluta, fyrir heimsókn til dagforeldra en þær reifuðu það helsta sem fram kom í samtölum við þá.

     

7.

Stuðningur, aukið starfshlutfall ráðgjafarþroskaþjálfa - 201911094

 

Umræður um aukningu á starfshlutfalli ráðgjafarþroskaþjálfa.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð samþykkir að auka starfshlutfall ráðgjafarþroskaþjálfa úr 70% í 100% frá og með 1. janúar 2020. Ráðið felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2020.


Silja Rós Guðjónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

     

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159