03.01.2020

Framkvæmda- og hafnarráð - 244

 

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 244. fundur

Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

3. janúar 2020 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Vignir Arnar Svafarsson 2. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020 - 201912115

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2020. Sorphirðu og sorpeyðingargjöld heimila hækka úr kr.57.921 í kr.59.420 sem gera 2,5% hækkun. Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar um 3,16% en gjald á fyrirtækjasorp hefur verið óbreytt í 2 ár.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.

     

2.

Strandvegur 14b breyting á deiliskipulagi - 201912118

 

Ísfélag Vestmannaeyja óskar eftir afstöðu ráðsins vegna breytingar á deiliskipulagi við tankasvæði FES og hrognavinnslu.

     

   

Niðurstaða

Ráðið samþykkir fyrir sitt leytit fyrirliggjandi tillögur og vísar erindinu til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159