13.01.2020

Umhverfis- og skipulagsráð - 317

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 317. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 13. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:05
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Hörður Þórðarson varamaður.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Umræður um breytingar á tillögu deiliskipulags á vinnslustigi að loknu samráðsferli. Fimm bréf bárust ráðinu.
 
Niðurstaða
Lagt fram. Ráðið felur skipulagsfulltrúa framgang erindis.
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Við vísum í fyrri bókun okkar frá fundi 315 og drögum enn og aftur í efa að það sé hagur sveitarfélagsins að auka byggingarmagn langt umfram þolmörk svæðisins sem um ræðir og innsend bréf bera merki um.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
 
2. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll. - 201903016
Fyrir liggur tillaga af deiliskipulagi athafnasvæðis AT-3. Tillagan gerir ráð fyrir lóðum og byggingarreitum fyrir blandaða atvinnustarfsemi með það að leiðarljósi að fjölbreytt stafsemi verði á svæðinu.
Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.
 
Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að kynna skipulagstillögu skv. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
 
3. Strandvegur 14b breyting á deiliskipulagi - 201912118
Ísfélag Vestmannaeyja sækir um breytingar á deiliskipulagi H-1 nr. 763/2019.
Óskað er eftir lóðarstækkun og breytingum á byggingareit D1 við norð-vesturhorn lóðar sbr. innsend gögn.
Lóð stækkar þannig að fjarlægð frá bryggjukanti að norðan og vestan verði 18m og innan tankasvæðis verðir hægt að koma fyrir hráefnistönkum með mestu hæð 15m.
 
Fyrir liggur afstaða Framkvæmda- og hafnarráðs frá 3. janúar s.l.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingartillögu á deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
 
 
4. Vallargata 8. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging - 201912099
Kristinn Skæringur Baldvinsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt lóðarhöfum Vallargötu 6,10 og Boðaslóð 15,17,19
 
 
5. Bessastígur 12 - umsókn um bílastæði á lóð - 202001025
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Óskað er eftir leyfi til að breyta suðurlóð og koma þar fyrir bílastæðum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
6. Gjaldskrár Vestmannaeyjabæjar 2020 - 202001042
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fyrir ráðið gjaldskrá fyrir skipulagsmál, byggingarmál og tengd þjónustugjöld og gjaldskrá gatnagerðargjalda.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir gjaldskrár fyrir árið 2020 óbreyttar frá árinu 2019.
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159