14.01.2020

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 239

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 239. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

14. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sólrún Erla Gunnarsdóttir sat fundinn í máli 4 og 5.

 

Dagskrá:

 

1.

Sískráning barnaverndarmála 2019 - 201901015

 

Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir nóvember og desember 2019

   
 

Niðurstaða

 

Í nóvember bárust 35 tilkynningar vegna 24 barna. Mál 20 barna voru til frekari meðferðar. Í desember bárust 19 tilkynningar vegna 12 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.

Allt árið 2019 bárust samtals 164 tilkynningar til barnaverndarnefndar.

     

2.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

   
 

Niðurstaða

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

     

3.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

4.

Fundargerðir öldungaráðs Vestmannaeyjabæjar - 201902114

 

Fundargerð öldungaráðs frá 27. nóv 2019 kynnt

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar Öldungaráði fyrir ábendingarnar.

     

5.

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar - 201910049

 

Framhald af 2. máli 237. fundar frá 5. nóvember 2019. Lögð fram drög að áhersluþáttum og stefnu í öldrunarþjónustu 2020 - 2022.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar Sólrúnu Erlu Gunnarsdóttur deildarstjóra öldrunarmála fyrir kynninguna og samþykkir "Áhersluþætti og stefnu í öldrunarmálum 2020 - 2022".

     

6.

Sérstakur húsnæðisstuðningur - 201611108

 

Lagðar fram uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning Vestmannaeyjabæjar.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning Vestmannaeyjabæjar

     

7.

Frístundastyrkur - 201611107

 

Breyttar reglur um frístundastyrkinn

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið samþykkir breyttar reglur um frístundastyrk.

     

 

 

 

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159