15.01.2020

Fræðsluráð - 325

 
 Fræðsluráð - 325. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

15. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson formaður, Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Frístundaverið. - 200706207

 

Staða Frístundaversins og verkefna þess.

   
 

Niðurstaða

 

Anton Örn Björnsson, forstöðumaður Frístundavers, kynnti starfið og fór yfir tölur um skráningu, mætingu o.fl. Í framhaldi voru umræður um húsnæðismál Frístunaversins og opnunartíma í haust.
Ráðið þakkar kynninguna.

     

2.

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla - 201910096

 

Áherslur sjóðsins fyrir skólaárið 2020-2021.

   
 

Niðurstaða

 

Tillögur ræddar og eftirtaldar áherslur ákveðnar:
-Framsæknir kennsluhættir sem m.a. auka fjölbreytni í kennslu sem byggir á nýtingu á tækni, teymiskennslu og þemanámi.
-Samstarf skóla og skólastiga.
-Lesskilningur.
-Íslenska sem annað mál.
-Umhverfisvitund barna.

Opið er fyrir umsóknir rafrænt frá og með 1. febrúar til og með 29. febrúar.

     

3.

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum. - 201411027

 

Umræður um skipun faghóps sem mun stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum.

   
 

Niðurstaða

 

Núverandi framtíðarsýn í menntamálum rennur út á árinu. Rætt var um nýja framtíðarsýn og þá þætti sem leggja ætti áherslu á, þ.e. læsi, stærðfræði, snemmtæka íhlutun og tæknimennt. Í framhaldi var rætt um skipun faghóps sem mun hafa það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Skipað verður í faghópinn á næsta fundi fræðsluráðs. Ný framtíðarsýn gildi út skólaárið 2025-2026.

     

 

 

 

 

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:04

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159