27.01.2020

Umhverfis- og skipulagsráð - 318

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 318. fundur
Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
27. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:05
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Bryndís Gísladóttir varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Heimagata 20. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 202001122
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Eyjólfur Pétursson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Heimagötu 22, 24, 26, 28, 30. Fífilgötu 3, 5. Vestmannabraut 5, 6. Sólhlíð 17.
 
 
2. Garðavegur 14. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging - 201908070
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu. Bragi Magnússon fh. húseigenda sendir inn breytingar á teikningum sem samþykktar voru á 311 fundi ráðsins. Óskað er eftir að stækka skrifstofurými á annari hæð til norðurs sbr. innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
3. Goðahraun 8. Umsókn um lóð - 201905102
Þórður Svansson fh. Trélist ehf. sækir um frest til að skila inn aðaluppdráttum á einbýlishúsalóð nr. 8 í Goðahrauni.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir frest til 1. maí 2020.
 
 
4. Bessastígur 10 - umsókn um bílastæði á lóð - 202001130
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Óskað er eftir leyfi til að breyta hluta suðurlóðar og koma þar fyrir tveimur bílastæðum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
 
5. Dalhraun 3. - innanhúsbreytingar. - 202001073
Páll Zóphónaríasson fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum á Hraunbúðum sbr. innsend gögn. Um er að ræða nýjan matsal á vesturgangi. 
samþykkt af byggingarfulltrúa
 
Niðurstaða
erindi samþykkt
 
 
6. Nýjahraun - skoðunarferðir - 202001059
Þorsteinn Þór Traustason f.h. Volcano-ATV ehf. sækir um nýtt leyfi til aksturs létt fjórhjóla um nýja hraun sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að gera drög að samkomulagi við Volcano-ATV ehf.
 
7. Umhverfis Suðurland - 201808156
Á 312 fundi ráðsins var myndaður starfshópur um stefnu bæjarins til að draga úr notkun á einnota plasti og plastumbúðum innan stofnana bæjarins.
Drífa Þöll Arnardóttir kynnti greinargerð starfshópsins.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna á þörfu verkefni og felur starfshópnum að vinna áfram að þeim tillögum sem fram koma í greinargerðinni.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159