28.01.2020

Framkvæmda- og hafnarráð - 245

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 245. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
28. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. Veðurathuganir á Eiði - 201910060
Fyrir liggur minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna veðurathugana í tengslum við hugsanlegan stórskipakant við Eiði. Fram kemur í minnisblaðinu að töluveða rannsóknir þurfa að eiga sér stað áður en niðurstaða liggur fyrir.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar minnisblaðið sem mun nýtast í vinnu við næstu skref. Ráðið felur formanni og framkvæmdastjóra að vera í sambandi við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi framhaldið.
 
 
2. Orkuskipti í höfnum - 201911080
Fyrir liggur úttekt á ástandi bryggjutengla í Vestmannaeyjahöfn. Fram kom að styrkja þarf rafmagnsdreifikerfi á höfninni.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að styrkja landtengingar til skipa.
 
 
3. Vigtartorg - hönnun - 201910129
Fyrir liggur hönnun á Vigtartorgi. Ljóst er að verkið er umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun.
 
 
4. Dælulögn úr Brattagarði - 202001114
Nú stendur yfir viðgerð á dælulögn úr Brattagarði en bilun varð á einni ef þremur lögnum undir neðri Kleifum
 
 
5. Skipalyftukantur, endurnýjun 2019-2020 - 201910160
Fyrir liggur fundargerð frá fyrsta fundi Vegagerðar og Vestmannaeyjabæjar með lægstbjóðanda í endurnýjun Skipalyftukants
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundargerð.
 
 
6. Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020 - 201912115
Fyrir liggur endurskoðuð gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020. Bæjarstjórn samþykkti að vísa gjaldskránni aftur til afgreiðslu ráðsins þar sem fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir árið 2020 gerir ekki ráð fyrir neinum hækkunum í A-hluta sveitarsjóðs.
 
Niðurstaða
Sorphirðu og sorpeyðingargjöld heimila standa í stað milli ára og nema kr. 57.971 fyrir árið 2020. Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar um 3,16% en gjald á fyrirtækjasorp hefur verið óbreytt í 2 ár.
 
7. Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu - 201801075
Fyrir liggja lokadrög vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir drög að matsskýrslu og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
8. Slökkvistöð við Heiðarveg, bygging og eftirlit - 201912030
Þann 23.janúar sl. voru opnuð tilboð í byggingu slökkvistöðvar og endurbyggingu á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar.
Tvö tilboð bárust:
2Þ ehf. Kr. 407.591.617
Steini og Olli ehf. Kr. 451.518.566
 
Kostnaðaráætlun kr. 455.831.100 
Birt með þeim fyrirvara að um óyfirfarin tilboð er að ræða.
 
 
9. Öryggismyndavélar á hafnarsvæði - 202001131
Fyrir liggur tilboð vegna kaupa á öryggismyndavélum á hafnarsvæðið.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tilboð.
 
  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159