04.02.2020

Bæjarráð - 3119

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3119. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

4. febrúar 2020 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Bæjarfulltrúarnir Elís Jónsson, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason sátu fundin undir fyrstu tveimur liðunum.

Undir þriðja lið var Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

 

Dagskrá:

 

1.

Þjónustukönnun Gallup - 201801019

 

Bæjarstjóri gerði lauslega grein fyrir þjónustukönnun Gallups fyrir árið 2019 og greindi frá fyrirhuguðum íbúafundi um niðurstöður könnunarinnar sem haldinn verður 5. febrúar 2020 í Eldheimum. Markmið fundarins er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. Samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar eru bæjarbúar almennt ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og er Vestmannaeyjabær m.a. í efsta sæti þegar spurt er um hversu vel starfsfólk bæjarins leysir úr erindum íbúa. Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna sveitarfélagsins fyrir framúrskarandi þjónustu og viðmót.

Þá hvetur bæjarráð alla bæjarbúa til að taka þátt í íbúafundinum annað kvöld og láta þar í ljós skoðun sína á því hvernig hægt er að bæta þjónustuna enn frekar.

     

2.

Loðnubrestur 2019 - Staða, áhrif og afleiðingar í Vestmannaeyjum - Skýrsla - 202001148

 

Bæjarstjóri kynnti greininguna Loðnubrestur 2019 / Staða, áhrif og afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjabær og hagaðilar héldu íbúafund 26. mars eftir að ljóst var að loðnubrestur yrði vertíðina 2019. Á fundinum kom fram að miklvægt er að hafa í hendi raunveruleg gögn og greiningar um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til þess að átta sig á umfanginu og að hægt sé að bregðast við og kalla eftir aðgerðum ef að það yrði aftur loðnubrestur. Bæjarstjórn ákvað í framhaldinu á fundi sínum í 28. mars að láta vinna greininguna. Hrafn Sævaldsson var fengin til þess.
Helstu niðurstöður eru þær að loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launtekjur í Vestmannaeyjum eru a.m.k. 1000 milljónir.
Tekjutap útgerðarfyrirtækja er um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 m.kr.
Bæjarstjóri kynnti í gær, í samráði við formann bæjarráðs, greininguna fyrir sjávarútvegsráðherra.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar bæjarstjóra kynninguna. Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt. Rúmlega 30% allra veiðiheimilda í loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Afleiðingar af því er ekki bara mikið tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. Loðnubrestur hefði ekki aðeins áhrif á Vestmannaeyjar og þau sveitarfélög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi heldur þjóðarbúið í heild. Það er lykilatriði að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum á loðnu. Einnig vöktun og leit að loðnu næstu vikur til þess að hægt sé að mæla það magn af loðnu sem er við Ísland og vonandi gefa út kvóta í framhaldinu.

Verði ekki gefin út loðnukvóti annað árið í röð mun bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjónaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti.

     

3.

Umræða um heilbrigðismál - 201810114

 

Staða HSU í Vestmannaeyjum rædd. Meðal annars sumarlokanir sem enn eru í gangi.
Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá stofnuninni og ekki virðist vera vilji til þess að opna þau aftur. Í dag eru 19 rúm opin á deildinni en eiga að vera 21. Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðunni og leggur þunga áherslu á að þau rými sem ætluð eru á deildinni séu opin.

     

4.

Umræða um samgöngumál - 201212068

 

Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við dýpkun í Landeyjahöfn.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð fagnar enn einu skrefinu við að bæta dýpkun Landeyjahafnar. Í allan vetur hefur og verður dýpkunarskip til taks fyrir dýpkun hafnarinnar. Nú er búið að semja við dýpkunaraðila með öflugan tækjabúnað til að koma inní dýpkun hafnarinnar. Þetta er mikið framfaraskref.

Bæjarráð tekur undir nýlega yfirlýsingu ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og lýsir yfir ánægju með yfirtöku á rekstri Herjólfs og þá þjónustuaukningu sem sú ákvörðun hefur leitt af sér, augljóst er að rekstur heimamanna á ferjunni hefur leitt af sér aukinn sveigjanleika og aukinn skilning á þjónustuþörfinni og telur eðlilegt að Vestmannaeyjabær hugi að viðræðum um áframhaldandi rekstur eftir að samningi lýkur. Að sama skapi er ánægjulegt hversu vel nýja ferjan hefur reynst í siglingum bæði til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar og að ferjan sé nú farin að keyra á raforku að hluta til. Nauðsynlegt er að fjölgun svefnrýma í nýju ferjunni verði lokið hið fyrsta.

     

5.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Til upplýsinga voru lagðar fyrir bæjarráð fundargerðir frá stjórn Samtaka sunnlennskra sveitarfélaga nr. 552 frá 13. desember s.l. og nr. 553 frá 17. janúar s.l.

   
 

Niðurstaða

 

Varðandi liðin kynning á Suðurlandi í fundargerð SASS nr. 553 frá 17. janúar s.l. þá tekur bæjarráð undir með stjórn SASS og fagnar frumkvæði sjávarútvegsráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til 2025 og að hann og forstöðumenn þeirra stofnana sem um er fjallað hafi sett sér mælanleg markmið um fjölgun starfa. Það eru hins vegar vonbrigði að Suðurlands sé ekki getið í niðurstöðum skýrslunnar, það er engu líkara en landshlutinn sé ekki lengur hluti af landsbyggðinni og þar sé því ekki þörf á fjölgun opinberra starfa.

     

6.

Forkaupsréttur á Smáey VE-444 - 202001108

 

Fyrir bæjarráði lá erindi frá Bergi-Huginn hf. dags 18. janúar sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Smáey VE-444, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar Bergi-Huginn hf. fyrir upplýsingarnar um fyrirhugaða sölu skipsins og áréttingu um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar með vísan til laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Þar sem skipið verður selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.

     

7.

Endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjakaupstaðar - 201502101

 

Fyrir bæjarráði lá fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði þar sem fram kom að stjórn sjóðsins hafi samþykkt að tillögu tryggingarstærfræðings að endurgreiðsluhlutfall Vestmannaeyjabæjar á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 yrði 69%.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð staðfestir endurgreiðsluhlutfallið.

     

8.

Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands - 202001146

 

Til upplýsinga voru lagðar fyrir bæjarráð fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands frá 7.12. 2018 til 30.12. 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Bókun
Undirrituð lýsir yfir ánægju með að verið sé að bregðast við athugasemdum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi skráningu fundargerða stjórnar Náttúrustofu Suðurlands og hafist sé handa við að gera bragarbót þar á. Enn vantar nokkrar fundargerðir stjórnar inn og undirritaðri skilst að verið sé að vinna að öðrum þáttum sem lúta að skráningu ársreiknings og ársskýrslu ársins 2018. Undirrituð ítrekar mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu fyrir starfsemi stofnunarinnar.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

     

9.

Verkefnastjórn v/Bygginganefnd Hamarskóla - 202001147

 

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að bæjarráð tæki að sér verkefni bygginganefndar vegna undirbúnings og framkvæmda við viðbyggingu Hamarsskóla. Byggingarnefndin hefur loka ákvörðunarvald varðandi verkefnið. Bæjarráð telur mikilvægt að sett verði saman verkefnastjórn sem heldur reglulega fundi og hefur ákvörðunarvald um framkvæmd verkefnisins, yfirfer stöðuskýrslur frá eftirlitsaðila, fær tilkynningar um frávik í verklegum framkvæmdum o.s.frv. Sömuleiðis að skipaður verði verkefnastjóri sem er í samskiptum við hönnuði og verktaka á verkstað, tekur ákvarðanir um minniháttar frávik og upplýsir reglulega framkvæmda- og hafnarráð.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í verkefnastjórn yfir verkinu:
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri
Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sem jafnframt verður verkefnastjóri.
Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV

     

10.

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi á vegum SASS til Danmerkur. - 202002003

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir að í fyrirhugaðri ferð, sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi til Danmerkur á vegum SASS, dagana 9.-12. mars nk., taki þátt þrír kjörnir fulltrúar frá Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2020.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:40

 

 

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159