04.02.2020

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 240

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 240. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sólrún Erla Gunnarsdóttir sat fundinn í máli 3 og 6.

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð - 200704150

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

   
 

Niðurstaða

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

     

2.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

3.

Hraunbúðir - 200811057

 

Framkvæmdastjóri og deildarstjóri málefni aldraðs fólks kynnir stöðu Hraunbúða.

   
 

Niðurstaða

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs ásamt deildarstjóra um málefni aldraðs fólks fóru yfir stöðu á rekstri og framtíðarskipan mála. Ljóst er að rekstur Hraunbúða er þungur og mikilvægt að vera vakandi fyrir leiðum til að bæta reksturinn en um leið tryggja áframhaldandi góða þjónustu.

     

4.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 201908066

 

Val á einstaklingum í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks

   
 

Niðurstaða

 

Val á einstaklingum í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks
Niðurstaða
Bæjarstjórn Vestmannaeyja skipaði á 1551. fundi sínum þann 26. september 2019 eftirtalda aðila í Samráðshóp um málefni fatlaðs fólks:
Aðalmenn:
Hrefna Jónsdóttir
Bjarni Sigurðsson
Herdís Hermannsdóttir
Varamenn:
Kristín Ósk Óskarsdóttir
Svavar Valtýr Stefánsson
Soffía Valdimarsdóttir
Þroskahjálp hefur tilnefnt Kristínu Sigurðardóttur fulltrúa sinn og ÖBÍ Guðrúnu Kristmannsdóttur fulltrúa sinn.

     

5.

Notendaráð fatlaðs fólks - 201902110

 

Val á einstaklingum í notendaráð fatlaðs fólks

   
 

Niðurstaða

 

ÖBÍ tilnefnir Guðrún Kristmannsdóttur fulltrúa sinn í notendaráði fatlaðs fólks og Þroskahjálp Stefán Róbertsson. Erfitt hefur gengið að fá tilnefningu frá hagsmunafélögum fatlaðs fólks. Ráðið leggur til að auglýst verði eftir fulltrúum í notendaráð.

     

6.

Heilsuefling fyrir eldri borgara - 201811022

 

Erindi frá forsvarsmönnum Janusarverkefnisins.

   
 

Niðurstaða

 

Um miðjan febrúar lýkur fyrsta þrepi í verkefninu Fjölþætt heilsuefling fyrir 65 . Verkefnið gengur vel og þátttakendur eru áhugasamir. Kannað verður á þeim tímapunkti hvort að eitthvað brottfall hefur orðið. Fleiri hafa sýnt verkefninu áhuga og vilja fá að komast að til þess að taka þátt. Biðlisti er því í verkefnið og vonandi verður hægt að vinna á þessum biðlista og taka fleiri inn í verkefnið eftir um sex mánuði. Janus hefur óskað eftir því að kynna stöðuna og ganginn í verkefninu fyrir bæjarstjórn og ráðasmönnumm áætlað er að hann komi um miðjan mars. Ráðið felur tengiliði verkefnisins að svara bréfritara.

     

                                                        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:52

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159