10.02.2020

Umhverfis- og skipulagsráð - 319

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 319. fundur
Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
10. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Bryndís Gísladóttir 1. varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Eyþór Harðarson vék af fundi í 1. máli.
 
Dagskrá:
 
1. Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A. - 202001072
Tekin fyrir breytingartillaga deiliskipulags á hafnarsvæði H-1. Tillagan gerir ráð breytingum á byggingarskilmálum reitar nr. D1 á lóð Ísfélags Vestmannaeyja við Strandveg 14A. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. - 201901070
Að loknu samráðsferli er lögð fram greinargerð skipulagsráðgjafa dags. 7.2.2020.
 
Niðurstaða
Lagt fram. Ráðið felur formanni og starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að óska eftir ítarlegri upplýsingum frá lóðarhöfum um umfang þeirra byggingarreita sem óskað er eftir.
 
 
3. Deiliskipulag - Landbúnaðarsvæði L-7 - 202002020
Tekin fyrir lýsing deiliskipulags á landbúnaðarsvæði L-7 við Lyngfell. Í lýsingunni koma fram skipulagsáherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu aðalskipulags og fyrirhugað skipulagsferli.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að kynna og senda skipulagslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og annara umsagnaraðila með vísan til 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Vallargata 8. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging - 201912099
Erindi tekið fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu. Kristinn Skæringur Baldvinsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
5. Strandvegur 75A. Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreytingar - 202002031
Ívar Torfason fh. eigenda eignar F2184800 sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki eigenda eignar F2322067.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159