17.02.2020

Bæjarráð - 3120

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3120. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

17. febrúar 2020 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Angantýr Einarsson embættismaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Óveður í Vestmannaeyjum 14.febrúar 2020 - 202002057

 

Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á varaafli allan föstudaginn og hluta laugardagsins.
Raforkunotkun heimila er 5-6 MW yfir vetratímann. Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðvunum og verið er að frysta t.d. loðnuafurðir er notkunin um 13 MW. Þar sem aðeins rúm 4 MW eru til staðar sem varaafl í Eyjum, gefur augaleið að alvarlegt ástand getur myndast ef alvarleg bilun verður í flutningskerfi Landsnets á Suðurlandi. Atvinnulífið mun enga raforku fá og einnig þarf að skerða eða skammta raforku til heimila.
Töluvert tjón varð í tengslum við óveðrið. Eftir er að taka saman og greina kostnað vegna foktjóns. Málefni Blátinds, sem losnaði úr stæði sínu og sökk í höfninni, verða tekin fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem haldinn verður á morgun.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð tekur undir með Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja sem á fundi sínum þann 7. febrúar sl., lýsti þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi fulltrúa Landsnets og HS veitna, með atvinnulífinu og bæjarstjórn, til að upplýsa um ástandið og ræða næstu skref og aðgerðaáætlun til að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.

     

2.

Málefni Hraunbúða - 202002051

 

Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimili, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum. Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Í lok árs 2009 skulduðu Hraubúðir Vestmannaeyjabæ rúmar 176 m.kr. og tilvibótar er uppsafnaður halli frá 2010 kominn í 390 m.kr., eða samtals 566 m.kr. á verðlagi hvers árs. Þessi staða er óviðunandi og getur ekki gengið svona áfram. Ríkið þarf að uppfylla skyldur sínar, en ekki skýla sér á bak við Sjúkratryggingar Íslands. Vestmannaeyjabær er vel í stakk búinn til að reka Hraunbúðir, en ríkið þarf að greiða framlög sem standa undir þeim rekstri sem ríkið sjálft gerir kröfulýsingu um.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna hallareksturs Hraunbúða og ófullnægjandi framlög ríkisins með rekstrinum., m.a. hvort áfram séu forsendur til að Vestmannaeyjabær haldi áfram rekstri Hraunbúða. Einnig er bæjarstjóra falið að eiga samtal við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu um áform samtakanna í þessum efnum.

     

3.

Þjónustukönnun Gallup - 201801019

 

Bæjarráð fjallaði um þær umræður og ábendingar sem komu fram á borði bæjarráðs á íbúafundi sem haldinn var þann 5. febrúar sl. Margar góðar hugmyndir komu fram í umræðum sem og ábendingar um hvað betur mætti fara.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á íbúafundinn 5. febrúar sl. Mikilvægt er að íbúar í Vestmannaeyjum geti komið á framfæri skoðunum sínum og ábendingum við bæjaryfirvöld og rætt það sem vel er gert og það sem betur má fara. Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem bárust á borði bæjarráðs og mun hafa þær til hliðsjónar við ákvarðanir þess í framtíðinni.

     

4.

Goslokanefnd 2020 - 202002050

 

Bæjarráð skipar þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2020. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar.

     

5.

Reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar - 200809029

 

Breytingar á reglum um skiptivinnudaga sem samþykktar voru 12. febrúar 2013. Framkvæmdastjórar sviða óska eftir við bæjarráð að þeir fái heimld til að setja vinnureglur um skiptivinnu starfsmanna. Mikilvægt er að ákveðnar reglur séu í gildi um skiptivinnu og þær séu skýrar.

   
 

Niðurstaða

 

Óski forstöðumenn stofnana eftir heimild til vinnuskipta starfsmanna sinna leita þeir til framkvæmdastjóra sviða með slíkar beiðnir og verður framkvæmdastjórum heimilt að setja vinnureglur um skiptivinnu svo framarlega sem það leiði ekki til kostnaðarauka eða fordæmisgefandi frávika á kjarasamningi eða öðrum reglum eða lögum. Forstöðumenn beri undir hlutaðeigandi framkvæmdarstjóra þær vinnureglur sem þeir óska eftir að gildi um vinnuskiptin til samþykktar. Forstöðumenn bera ábyrgð á hlutaðeigandi starfsstöð og utanumhaldi um vinnuskiptin.
Með breyttu fyrirkomulagi um vinnuskipti falla fyrri reglur úr gildi.

     

6.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð nr. 878 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. janúar sl.

     

7.

Störf undanþegin verkfallsheimild - 202002052

 

Lögð voru fyrir bæjarráð drög að uppfærðri auglýsing um störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. Samkvæmt lögum skal eiga sér samráð við stéttarfélög um umrædda auglýsingu áður en hún er send ráðuneytinu og til birtingar í Stjórnartíðindum.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir, fyrir sitt leyti, lista um störf sem eru undanþegin verkfallsheimild og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja listanum eftir við hlutaðeigandi aðila.

     

8.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir hönd Langvíu - 202001154

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Gísla M. Auðunssonar um rekstrarleyfi fyrir Langvíu ehf. (Slippinn) vegna reksturs veitingastaðar í flokki II.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159