18.02.2020

Framkvæmda- og hafnarráð - 246

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 246. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
18. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Vignir Arnar Svavarsson varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Jóhann Jónsson sat fundinn undir 1.máli.
Sveinn R Valgeirsson og Andrés Þ Sigurðsson sátu fundinn undir 2.máli.
 
Dagskrá:
 
1. Óveður í Vestmannaeyjaum 14.febrúar 2020 - 202002057
Umræða um afleiðingar óveðurs sem var þann 14.feb. sl. Lítið tjón varð á mannvirkjum Vestmannaeyjabæjar en mikið landbrot hefur átt sér stað í Skansfjöru og Viðlagafjöru. Ljóst er að huga þarf vel að efnisnámi með tilliti til landbrots.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að safna saman upplýsingum vegna landbrots og efnistöku og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
 
2. Blátindur VE 21 - 200703124
Umræða um framtíð Blátinds. Vélbáturinn Blátindur VE21 sökk í höfninni í Vestamannaeyjum föstudaginn 14 febrúar sl. Fyrst losnaði báturinn af stæði á Skansinum og flaut út í höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju. Hann flaut í um 20 til 30 mínútur eftir að honum var náð aftur upp að bryggju, áður en hann sökk. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar gerðu hvað þeir gátu til að halda bátnum á floti en allt kom fyrir ekki og fór hann niður við Skipalyftukantinn.
Blátind hafði verið komið fyrir í stæði á Skanssvæðinu í Vestmannaeyjum vorið 2018, þar sem hann var hafður til sýnis.
Blátindur var smíðaður í Eyjum árið 1947. Hann var gerður út héðan til ársins 1958 þegar hann var seldur og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var skipið notað sem varðskip á Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var Blátindur þá búinn fallbyssu.
 
Niðurstaða
Ákveðið hefur verið að hífa Blátind upp til að kanna ástand hans. Starfsmenn hafnarinnar ásamt köfununarþjónustu GELP hafa unnið að því að meta ástand bátsins. Unnið er að því að útvega þann búnað sem þarf til að að lyfta bátnum við fyrsta tækifæri. Taka þarf tillit til margra atriða í slíku verki m.a. ástands bátsins, þetta er töluvert flókið verkefni þar sem skipið er þungt. Ráðið óskar eftir því að unnið sé af fyllstu varkárni til að koma i veg fyrir frekari skemmdir eða slys. Þegar búið er að hífa skipið á þurrt þá verða skemmdir metnar og út frá því tekið ákvörðun um hvað skal gera.
 
 
3. Slökkvistöð 2019 - 201907099
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum við 2Þ ehf og TPZ vegna byggingar slökkvistöðvar.
 
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við 2Þ ehf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Jafnframt ákveður ráðið að skipa Kristínu Hartmannsdóttur, Ólaf Þ Snorrason, Friðrik Pál Arnfinnsson og Jóhann Jónsson í verkefnastjórn vegna byggingu slökkvistöðvar.
 
 
4. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Viðbyggingu við Eyjahraun 1 er lokið og hefur lokaúttekt farið fram. Samningsverk voru kr.207.600.120 en verksamningur hljóðaði upp á kr. 195.668.160. Heildarkostnaður við verkið var kr.213.079.963. Þar af voru aukaverk sem bættust við á samningstíma kr.5.479.843.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir upplýsingarnar.
 
 
5. Skildingavegur 4 kaup á húsnæði - 202002034
Fyrir liggur kauptilboð í húseignina Skildingavegur 4 fmr.218-4527. Tilboðsfjárhæð er 30 milljónir króna og er gert með fyrirvara um samþykki framkvæmda- og hafnarráðs og bæjarráðs.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði fjárveiting sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar.
 
6. Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar - 201905175
Farið yfir stöðuna á mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar en unnið er að endurskoðun m.a. með tilliti til starfsemi í Klettsvík. Skila þarf endurskoðaðri áætlun til Umhverfisstofnunar fyrir 1.mars.
 
Niðurstaða
Ráðið leggur áherslu á mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar verði tilbúin á tilsettum tíma.
 
 
7. 10 ára áætlun um skipulag, viðhald og framkvæmdir Vestmannaeyjahafnar - 202002056
Umræða um verklag við gerð 10 ára áætlunar Vestmannaeyjahafnar þar sem fjallað mun verða meðal annars um fjárfestingar, endurbætur, framtíðarskipulag, vaxtarmöguleika.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að kalla til vinnufundar með hagsmunaðilum, Vegagerðinni og fleirum þar sem farið yrði yfir framtíðarverkefni og skipulag hafnarinnar. Ráðið felur formanni og framkvæmdastjóra að stilla upp fundartímum.
 
8. Skipurit Vestmannaeyjahafnar - 201906051
Starfshópur sem skipaður var á 236.fundi framkvæmda- og hafnarráðs skilaði minnisblaði um skipulag Vestmannaeyjahafnar þar sem fram koma hugmyndir að breyttu skipulag á starfsemi hafnarinnar. Tvær hugmyndir eru lagðar fram, annars vegar að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra eða verkstjóri hafnarþjónustu sem heyrir undir framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir tillögur starfshópsins og vísar ákvörðun um skipulagsbreytingar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
9. Þjónustukönnun Gallup - 201801019
Framkvæmda- og hafnarráð fjallaði um umræður og ábendingar sem komu fram á íbúafundi 5. febrúar sl. á borði framkvæmda- og hafnarráðs. Margar góðar hugmyndir komu fram í umræðum sem og ábendingar um það sem betur mætti fara.
 
Niðurstaða
Framkvæmda- og hafnarráð þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á íbúafundinn 5.febrúar sl. Mikilvægt er að íbúar í Vestmannaeyjum geti komið á framfæri skoðunum sínum og ábendingum við bæjaryfirvöld og rætt það sem vel er gert og það sem betur má fara. Framkvæmda- og hafnarráð þakkar þær ábendingar sem bárust á borð ráðsins og mun hafa þær til hliðsjónar í framtíðinni.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.37
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159