29.02.2020

Bæjarstjórn - 1555

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1555. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

27. febrúar 2020 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálatjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

 

 

     

1.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 318 - 202001009F

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum

     

2.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 245 - 201912006F

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

3.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 240 - 202002001F

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3119 - 202001011F

 

Liður 1, Þjónustukönnun Gallup liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2, Loðnubrestur 2019, Staða, áhrif og afleiðingar í Vestmannaeyjum -Skýrsla- liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Umræða um heilbrigðismál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 4-10 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Þjónustukönnun Gallup tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun
Það er mikið gleðiefni hve Vestmannaeyjabær kemur vel út úr viðhorfskönnun Gallup um þjónustu sveitarfélaganna fyrir árið 2019. Samkvæmt könnuninni er Vestmannaeyjabær í efsta sæti þegar spurt er um hversu vel starfsfólk bæjarins leysir úr erindum íbúa, í efsta sæti þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar, í öðru sæti þegar kemur að þjónustu við eldri borgara og menningu og í 3-5 sæti yfir þjónustu við barnafjölskyldur. Könnunin kemur glæsilega út fyrir bæinn og almennt eykst ánægja með þjónustu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag í þessari niðurstöðu og íbúum fyrir þátttöku í íbúafundi. Það er ánægjulegt að finna það að þær áherslur sem eru í forgrunni við stjórnun sveitarfélagsins eru að skila sér í meiri ánægju íbúa í Eyjum.
Njáll Ragnarsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Liður 1, Þjónustukönnun Gallup var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 2, Loðnubrestur 2019, Staða, áhrif og afleiðingar í Vestmannaeyjum -Skýrsla- tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson, Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason.

Tillaga
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir formlegu samstarfi við Fjarðarbyggð og Sveitarfélagið Hornafjörð varðandi mótvægisaðgerðir verði ekki gefin út loðnukvóti annað árið í röð. Lagt er til í framhaldinu að sveitarfélögin fari saman á fundi sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti og mikilvægi þess að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum á loðnu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2, Loðnubrestur 2019, Staða, áhrif og afleiðingar í Vestmannaeyjum -Skýrsla- var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 3, Umræða um heilbrigðismál tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Njáll Ragnarsson, Trausti Hjaltason og Íris Róbertsdóttir

Liður 3, Umræða um heilbrigðismál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 319 - 202002004F

 

Liður 1, Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Deiliskipulag - Landbúnaðarsvæði L-7 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 og 4-5 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður 1, Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting - Strandvegur 14A var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3, Deiliskipulag - Landbúnaðarsvæði L-7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 4-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3120 - 202002006F

 

Liður 1, Óveður í Vestmannaeyjum 14.febrúar 2020 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-8 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Óveður í Vestmannaeyjum 14.febrúar 2020 tóku til máls: Elís Jónsson, Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason, Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Bókun
Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á varaafli allan föstudaginn og hluta laugardagsins.
Raforkunotkun heimila er 5-6 MW yfir vetratímann. Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðvunum og verið er að frysta t.d. loðnuafurðir er notkunin um 13 MW. Þar sem aðeins rúm 4 MW eru til staðar sem varaafl í Eyjum, gefur augaleið að alvarlegt ástand getur myndast ef alvarleg bilun verður í flutningskerfi Landsnets á Suðurlandi. Atvinnulífið mun enga raforku fá og einnig þarf að skerða eða skammta raforku til heimila.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og lýsir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.
Fundur verðu haldin í næstu viku með fulltrúum Landsnets og HS veitna, með atvinnulífinu og bæjarstjórn, til að upplýsa um ástandið og ræða næstu skref og aðgerðaáætlun til að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Hildur Sólveig sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Liður 1, Óveður í Vestmannaeyjum 14.febrúar 2020 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 241 - 202002007F

 

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

8.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 246 - 202002005F

 

Liður 5, Skildingavegur 4, kaup á húsnæði liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 8, Skipurit Vestmannaeyjahafnar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-4, 6-7 og 9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 5, Skildingavegur 4, kaup á húsnæði tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir og Trausti Hjaltason

Liður 5, Skildingavegur 4, kaup á húsnæði var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 8, Skipurit Vestmannaeyjahafnar tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason, Elís Jónsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Tillaga
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að nýtt stöðugildi á framkvæmdasviði sem var samþykkt í fjárhagsáætlun verði fyrst auglýst og metið hvernig sá starfsmaður dragi úr álagi á stjórnendur á sviðinu, áður en farið verði í stórar breytingar á skipuriti Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjóri og nýr mannauðsstjóri veiti sviðinu aukinn stuðning og að starfslýsingar og verkskipting starfsmanna hafnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Nýtt stöðugildi stjórnanda við höfnina er ótímabært og verulega rekstraríþyngjandi.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Tillaga
Lagt er til samkvæmt tillögu stafshóps að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.
Njáll Ragnarsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason gerðu grein fyrir atkvæði sínu og lögðu fram bókanir.

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Vestmanneyjahöfn er lífæð samfélagsins bæði hvað varðar atvinnustarfsemi og sem aðalsamgönguæð.
Það kemur skýrt fram í minnisblaði sem starfshópur framkvæmda- og hafnarráðs skilaði af sér að bæta þurfi skipulag og umgjörð starfsemi hafnarinnar töluvert svo vel sé. Mikið álag á stjórnendur hafnarinnar og langar og óskýrar boðleiðir valda því að stjórnun hafnarinnar er ekki eins og best verður á kosið. Skýra þurfi ábyrgðarsvið betur og gegnir hafnarstjóri þar lykilhlutverki.
Meirihluti E- og H- lista leggur til að staða hafnarstjóra verði endurvakin. Í framhaldinu þarf framkvæmda- og hafnarráð að skoða þau drög að skipulagi hafnarinnar sem liggja fyrir og skoða hvort hægt verði að hagræða með tilfærslum á verkefnum á móti.
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun frá bæjarfulltúum D-lista.
Vestmannaeyjahöfn er vel rekin, ársreikningar hafnarinnar sýna það svart á hvítu að rekstur hafnarinnar gengur með eindæmum vel.
Meirihluti E- og H- lista fækkaði starfsfólki á framkvæmdasviði á síðasta ári m.v. það sem var árinu áður. Slíkt leiðir eðlilega til aukins álags á framkvæmdastjóra sviðsins sem og aðra starfsmenn.
Blikur á lofti eru í atvinnulífinu í Vestmannaeyjum, yfirvofandi loðnubrestur annað árið í röð sem mun valda tekjuskerðingu fyrir Vestmannaeyjahöfn, atvinnuleysi er vaxandi og því með öllu móti óábyrg og óskynsamleg ráðstöfun að þenja rekstur hafnarinnar út á sama tíma með auknu starfsmannahaldi. Ákvörðun fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokksins að sameina stöðu hafnarstjóra við stöðu framkvæmdastjóra sviðsins hefur sparað sveitarfélaginu vel yfir 100 milljónir króna.
Hér er vinstri meirihlutinn að uppfylla kosningaloforð sín um hafnarstjórastöðu sem kostar á fimmtándu milljón á ári a.m.k. og gerir það án þess að hafa hagsmuni reksturs Vestmannaeyjabæjar að leiðarljósi. Enn á ný á að fjölga stöðugildum, þenja reksturinn út á tímum þar sem aðhalds er frekar þörf.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)


Liðir 1-4, 6-7 og 9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

9.

Fræðsluráð - 326 - 202002008F

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

10.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

     

11.

Atvinnumál - 201909001

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir, Elís Jónsson, Helga Kristín Kolbeins og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

 

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista

Atvinnumál í Vestmannaeyjum líkt og víða eru að taka hröðum breytingum. Afar mikilvægt er að stjórnvöld hverju sinni séu vel á verði og reyni allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast fyrir auknum atvinnutækifærum og grípi til aðgerða ef á þarf að halda. Yfirvofandi loðnubrestur, aukið atvinnuleysi og lausir kjarasamningar gefa tilefni til að taka ástandið alvarlega. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að rekstur sveitarfélagsins sé ekki þaninn út með auknum kostnaði. Góð þjónusta sveitarfélagsins sem byggist á kröftugu atvinnulífi og vel reknu sveitarfélagi undanfarin ár er gott veganesti fyrir þá vinnu sem er í gangi á vegum sveitarfélagsins, sú vinna er mikilvæg fyrir framhald málsins.  

Trausti Hjaltason (sign)

Helga Kristín Kolbeins (sign)

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

 

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir.

Meirhluti E- og H- lista leggur mikla áherslu á að í Vestmannaeyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Það er að mörgu að hyggja og er mikilvægt að sú vinna sem nú er hafin við Atvinnustefnu og Hugmyndavinnu fyrir 3. hæðina í Fiskiðjunni skili okkur umhverfi og stefnu sem hægt verður að byggja á til framtíðar. Það skiptir sveitarfélagið miklu máli að sá mannauður sem er til staðar geti nýtt sér þau tækfæri sem eru til og skapað ný. Það er lykillinn að vaxandi samfélagi.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Íris Róbertsdóttir (sign)

Njáll Ragnarsson (sign)

Elís Jónsson (sign)

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Helga Kristín Kolbeins (sign)

Trausti Hjaltason (sign)

 

 

     

12.

Kjarasamningsumboð til handa Sambandi íslenskra sveitarfélaga. - 202002088

   
 

Niðurstaða

 

Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu.

Tillaga
Bæjarstjórn Vestmannaeyja felur bæjarstjóra að ljúka við gerð samkomulags þar sem Vestmannaeyjabær felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við stéttarfélögin Fræðagarð og Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, til viðbótar við þau stéttarfélög sem sambandið hefur þegar umboð til.

 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

Næsti fundur bæjarstjórnar er 19. mars n.k.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:22

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159