10.03.2020

Framkvæmda- og hafnarráð - 247

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 247. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
10. mars 2020 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Kristín Hartmannsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Nýr rannsóknarbátur fyrir ÞSV - 202002112
Fyrir liggur bréf frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem tæpt er á hugmyndum um aðkomu Vestmannaeyjahafnar vegna kaupa á nýjum rannsóknarbáti í stað Friðriks Jessonar.
 
Niðurstaða
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara.
 
 
2. Skipurit Vestmannaeyjahafnar - 201906051
Formaður ráðsins greinir frá vinnu sem fyrirhuguð er vegna breytinga á skipuriti Vestmannaeyjahafnar í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 27. mars sl.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að fara yfir verkefni hafnarhluta sviðsins og gera tillögu að verkefnakorti og skipuriti.
 
3. Blátindur VE 21 - 200703124
5 mars síðastliðinn var Blátind komið á þurrt í upptökumannvirkjum Vestmannaeyjahafnar, en skipið losnaði af stæði sínu við Skansinn í aftakaveðri 14. febrúar sl. og sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Köfununarþjónustan GELP sá um að koma lyftibelgjum á Blátind og lyfta honum, en skipið var síðan dregið á pall upptökumannvirkjanna. Ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á skipinu í hrakningunum um höfnina.
 
Framundan er að meta ástand bátsins, gera kostnaðaráætlanir og greiningar um hvernig best sé að varðveita hann, eins þarf að meta kostnað við förgun ef til þess kæmi. Nú þegar er kostnaður kominn yfir fjórar milljónir.
 
Niðurstaða
Losa þarf skipalyftupallinn fyrir 22 mars nk., en þá er stefnt að viðhaldi á lyftupalli. Það eru tveir möguleikar í stöðunni annarsvegar er að negla vatnsheldann krossvið yfir göt á síðunni og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við bátinn. Hinn möguleikinn er að græja vagnana norðan við lyftupallinn og setja bátinn á þá og draga hann svo á svæðið norðan við lyftuhúsið.
Þar getur báturinn verið óáreittur þangað til niðurstöður kostnaðar áætlana liggja fyrir. Einnig er hann þá á þeim stað sem hægt er að vinna í honum ef það verður niðurstaðan.
Það að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu er ekki í forsvaranlegt vegna hættulegs ástands bátsins og þar fyrir utan verður að vera með stöðuga dælingu úr honum. Ekki er hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er.
Við teljum skynsamlegast að koma bátnun norður fyrir lyftupallinn. Þar gefst okkur tími til að vinna vandaða kostnaðaráætlun og taka yfirvegaða ákvörðun um framhaldið, án þess að báturinn sé tifandi slysagildra í höfninni.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að láta vinna kostnaðarmat á þremur mögulegum framtíðarlausnum MB Blátinds.
1. Endurbyggja bátinn þannig að hann verði gerður siglingafær.
2. Koma bátum fyrir á Skanssvæðinu í sýningarhæfu ástandi.
3. Farga bátnum.
 
Framkvæmda- og hafnarráð þakkar köfunarþjónustunni Gelp og starfsmönnum Vestmannaeyjahafnar fyrir vel unnin störf við upptöku Blátinds.
 
4. Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2019 - 202003008
Fyrir liggur ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2019
 
 
5. Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit - 202003024
Fyrir liggja verkfundargerðir nr. 1 frá 2.mars og nr. 2 frá 8.mars vegna byggingar slökkvistöðvar.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159