11.03.2020

Fræðsluráð - 327

 
 Fræðsluráð - 327. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

11. mars 2020 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson formaður, Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla - 201910096

 

Kynning á umsóknum sem bárust í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2020.

   
 

Niðurstaða

 

Alls bárust sex umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2020. Farið verður í að meta umsóknir og þeim svarað fyrir 31. mars nk. Ráðið þakkar kynninguna og skipar aðalmenn (varamenn taka sæti í forföllum aðalmanna) ásamt framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa til að fara yfir umsóknir.

     

2.

Skólalóðir GRV. - 201611104

 

Kynning á endurnýjun á skólalóð GRV

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna.

     

3.

Skólalóð við Kirkjugerði - 201309052

 

Kynning á endurnýjun skólalóðar við Kirkjugerði

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna.

     

4.

Skóladagatal Grunnskóla Vestmannaeyja. - 200705093

 

Drög að skóladagatali GRV til kynningar og umræðu.

   
 

Niðurstaða

 

Drög að skóladagatali GRV 2020-2021 lögð fram til kynningar og umræðu. Ráðið þakkar kynninguna og mun taka afstöðu til þess á næsta fundi.

     

5.

Leikskóla og daggæslumál. - 201304072

 

Kynning og umræður um biðlista á leikskóla, inntöku í haust og stöðu hjá dagforeldrum.

   
 

Niðurstaða

 

Alls eru 18 börn fædd árið 2019 á biðlista eftir leikskólaplássi en 33 börn fæddust á því ári. Þá eru 4 börn fædd árið 2018 á biðlista sem bíða eftir plássi á Sóla. Ef gert er ráð því að sótt sé um leiskólapláss fyrir þau börn sem fædd eru á árinu 2019 verða 22 þeirra tekin inn í haust og 11 um áramót. Tvö börn eru á biðlista hjá dagforeldrum sem fædd eru á bilinu september-desember 2019. Ráðið þakkar kynninguna.

     

6.

Daggæslumál - 200707199

 

Umræður um breyttar reglur varðandi inntöku barna hjá dagforeldrum.

   
 

Niðurstaða

 

Umræður um breyttar reglur varðandi inntöku barna hjá dagforeldrum. Ráðið felur fræðslufulltrúa að breyta 2. gr. í reglum um niðurgreiðslu vegna dagvistunar í heimahúsum þannig að dagforeldrar sem hafa verið starfandi í 2 ár eða lengur og með yfir 60% nýtingu plássa að jafnaði geti sótt um niðurgreiðslu barna sem eru yngri en 9 mánaða, úrræðið takmarkast þó við að börn verða að hafa náð að minnsta kosti 6 mánaða aldri. Inntaka skal þó ávallt taka mið að aldri barna, þ.e. eldri börn og forgangshópar ganga fyrir dagvistunarplássi hverju sinni.

     

7.

Upplýsingar um viðbrögð vegna veiruógnunar - 202003031

 

Upplýsingar um stöðu mála.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar fyrir upplýsingar og kynninguna.

     

8.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:27

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159