17.03.2020

Bæjarráð - 3122

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3122. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

17. mars 2020 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður og Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður.

 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála undir liðum 1-3 gegnum fjarfundabúnað.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

Dagskrá:

 

1.

Viðbrögð vegna veiruógnunar - 202003036

 

Bæjarstjóri fór yfir viðbrögð bæjarins við Covid-19 faraldrinum. Bæjaryfirvöld vinna í nánu samráði við Almannavarnarnefnd og sóttvarnalækni umdæmisins. Allar aðgerðir bæjarins taka mið af tilmælum þessara embætta. Útbúin hefur verið sérstök viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar og viðbragðsáætlanir nokkurra stofnana sem lagðar voru fyrir bæjarráð til kynningar. Búið er að skipa sérstaka viðbragðsstjórn sveitarfélagsins. Stjórnina skipa bæjarstjóri, framkvæmdastjórar sviða, fjármálastjóri, verkefnisstjóri og kerfisstjóri tölvukerfa bæjarins. Kynnt var fyrir bæjarráði tilkynning um skertan opnunartíma stofnana bæjarins til að fækka smitum og viðhalda órofinni þjónustu. Gripið hefur verið til fordæmalausra viðbragða með ýmsum hætti. Til að mynda hefur starfsfólki sumra stofnana verið skipt í minni hópa þar sem hluti vinnur heima meðan aðrir vinna á starfsstöðvum sínum. Fundir sem starfsmenn Vestmannabæjar sækja skulu eingöngu haldnir með fjarfundabúnaði og óheimilt að funda með öðrum hætti í húsnæði stofnana bæjarins. Ferðabann á allar vinnuferðir starfsfólks Vestmannaeyja hefur tekið gildi og öllum stærri viðburðum á vegum bæjarins verður slegið á frest.

Bæjarstjóri heldur stöðufundi með bæjarfulltrúum með reglulegum hætti í gegnum fjarfundabúnað og hafa fundir verið haldnir annan hvern dag undanfarna viku. Sú vinna einkennist af góðri samvinnu og sameiginlegum skilningi á alvarlegri stöðu.

Ljóst er að meginþungi starfsemi Vestmannaeyjabæjar mun næstu daga og vikur einkennast af vinnu og viðbrögðum við veirunni.

Reikningar vegna leikskóla- og frístundargjalda sem og skólamáltíða verða sendir út eins og um fulla þjónustu sé að ræða í marsmánuði. Leiðrétt verður fyrir skerðingu á þjónustu fyrir mars og apríl í reikningum af gjöldum fyrir aprílmánuð.

Stjórn og framkvæmdastjóri Herjólfs hefur unnið eftir ströngum fyrirmælum um rekstur ferjunnar í aðstæðum sem þessum og gripið hefur verið til fyrirbyggjandi aðgerða til að tryggja órofinn rekstur ferjunnar, en jafnframt öryggi starfsfólks og farþega. Þjónusta kann þó að taka einhverjum breytingum líkt og tilkynnt hefur verið. Starfsfólk hefur fengið leiðbeiningar og fyrirmæli um hvernig hægt er að verja starfsemina. Verkefnastjórn sem skipuð var útbjó viðbragðsáætlun skv. tilmælum Almannavarnarnefndar og sóttvarnalækni og neyðarstjórn virkjuð á grunni viðbragðsáætlunarinnar. Stjórn félagsins hefur fundað ört undanfarið vegna ástandsins.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og hvetur bæjarbúa til að snúa bökum saman á þessum erfiðu tímum og fara að öllu eftir tilmælum Almannavarna og sóttvarnalæknis. Samfélagsleg ábyrgð, skilningur og gagnkvæm virðing er sérstaklega mikilvæg á tímum sem þessum. Bæjarráð þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins, íbúum og atvinnulífinu fyrir þann sveigjanleika sem aðstæður þessar kalla á.

     

2.

Atvinnumál - 201909001

 

Bæjarráð ræddi áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á samfélagið í Vestmannaeyjum, bæði á mannlíf og atvinnulíf. Ljóst er að ýmsar afleiðingar eiga eftir að koma fram og fyrirséð að þær munu hafa áhrif bæði á einstaklinga og fyrirtæki.

Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum skaða vegna faraldursins er sömuleiðis mikilvægt að Vestmannaeyjabær kanni í framhaldinu hvernig hægt verði að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki til þess að draga úr högginu.

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að gerð leiðbeininga fyrir sveitarfélög um aðgerðir sem gætu mildað höggið fyrir fyrirtæki í erfiðri stöðu og lækkun eða frestun opinberra gjalda, til dæmis gjöld þegar um skerta þjónustu er að ræða.

     

3.

Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð - 201904142

 

Árlega er úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var úthlutað rúmlega 23 þús. þorskílgildistonnum af heildaraflanum til umræddra aðgerða.

Starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skilaði af sér tillögum þann 21. febrúar sl. Í tengslum við vinnuna létu Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi vinna greiningu á málinu til að meta stöðu og áhrif þessara aflaheimilda á sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi. Meðal niðurstaðna er að útgerðir í Vestmannaeyjum leggja mun meira til þessa 5,3% kerfis en það sem þær nýta. Óverulegar heimildir eru nýttar í Vestmannaeyjum úr þessu kerfi á sama tíma og mestu aflamarki á Íslandi er úthlutað til útgerða í Vestmannaeyjum og því leggja útgerðirnar í Eyjum mest til kerfisins.
Vestmannaeyjabær var ekki talinn hagsmunaaðili og fékk því ekki beiðni um að senda umsögn og fékk ekki heldur kynningu á niðurstöðum og tillögum hópsins. Bæjarstjóri hefur óskað eftir því að fá að veita umsögn og fengið frest til þess til 23. mars nk.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, enda miklir hagsmunir í húfi. Tillögurnar sem liggja fyrir eru ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar og hefur vinnulagið við ferlið ekki verið í anda þess sem lagt var upp með í byjun vinnunar.

     

4.

Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Langvíu ehf fyrir ÉTA - 202003049

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Gísla M. Auðunssonar fyrir hönd Langvíu ehf. um rekstrarleyfi fyrir ÉTA vegna reksturs veitingastaðar í flokki II.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

5.

Beiðni um umsögn vegna breytingu á rekstrarleyfi fyrir SB heilsu - 202003027

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Sigurðar Gíslasonar fyrir hönd SB heilsu um breytingu á rekstrarleyfi fyrir veitingastaðarins Gott vegna stækkunar staðarins úr 40 manna veitingastað í 98 manna veitingastað.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

6.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS - 201907118

 

Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð nr. 554 frá stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 7. febrúar sl. og fundargerð nr. 878 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. febrúar sl.

     

7.

Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 201904018

 

Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð nr. 56 frá Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 11. mars sl.

     

8.

Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands - 202001146

 

Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands vegna fundar sem haldinn var 30. janúar sl.

     

9.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er fær í sérstaka fundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159