19.03.2020

Bæjarstjórn - 1556

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1556. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

19. mars 2020 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Helga Kristín Kolbeins aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Áður en gengið var til dagskrár tók Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri til máls og las upp bréf frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.

 

Dagskrá:

 

1.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 320 - 202002010F

 

Liður 1, Bárustígur 8. Umsókn um byggingarleyfi - breyting á skipulagi - liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-11 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liður, Bárustígur 8. Umsókn um byggingarleyfi -breyting á skipulagi- var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

2.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3121 - 202002014F

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

3.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 247 - 202002012F

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 242 - 202003003F

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Fræðsluráð - 327 - 202003002F

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3122 - 202003007F

 

Liður 1, Viðbrögð vegna veiruógnunar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Viðbrögð vegna veiruógnunar tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir. Elís Jónsson las upp sameiginlega bókun bæjarstjórnar.

Bókun:
Heimsfaraldur COVID-19 mun á næstunni hafa mikil áhrif á mannlíf og atvinnulíf bæjarins. Því er afar brýnt að bæjarbúar fari að tilmælum almannavarna, landlæknis og sóttvarnarlæknis til að hægja á útbreiðslu faraldursins.

Bæjarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem standa í framlínunni við að takast á við hina aðsteðjandi ógn og hvetur bæjarbúa til þess að snúa bökum saman og takast í sameiningu á við ástandið. Í gegnum tíðina hafa Vestmannaeyingar sýnt að þegar mest liggur við er samheldni og samstaða okkar sterkasta vopn. Með slíkt að leiðarljósi munu íbúar í Vestmannaeyjum standa af sér storminn.

VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR.

Íris Róbertsdóttir (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)


Liður 1, Viðbrögð vegna veiruógnunar var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  18:19

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159