Skrifstofur Vestmannaeyjabæjar
 
Skrifstofur Vestmannaeyjabæjar eru til húsa á annari hæð Landsbankans, Bárustíg 15. Félagsþjónustan er staðsett á Rauðagerði v/ Boðaslóð. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 08.00 til 15.00. Símaafgreiðsla er opin alla virka daga frá kl. 08.00 til 15.00.


Sími skiptiborðs er 488 2000.
Skrifstofa Umhverfis- og framkvæmdasviðs er til húsa að Skildingavegi 5.
Sími skiptiborðs er 488 2530.

Flutningstilkynning
 
Tilkynna skal um flutning til Vestmannaeyja til íbúaskrár, innan viku frá flutningi. Skrifstofur Vestmannaeyjabæjar sjá um manntal kaupstaðarins og er upplýsingum þaðan komið til Þjóðskrár. Sjá heimasíðu Þjóðskrár,  skra.is
 
Ætlarðu að byggja?
Umhverfis- og framkvæmdasvið gefur allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.

Lausar lóðir í Vestmannaeyjum -pdf skjal

Viltu kaupa húsnæði í Vestmannaeyjum?

Heimaey þjónustuver
Vesturvegi 10
Heimasíða  www.heimaey.net
Netfang:  gh@heimaey.net
Sími: 481 1114
Fax: 481 3838

Lögmannsstofa Vestmannaeyja
Kirkjuvegi 23
Heimasíða  www.eign.net/
Netfang:  gosk@eyjar.is
Sími: 488 1600
Fax: 488 1601

 
Hiti og rafmagn
 
HS Veitur hf. sjá íbúum Vestmannaeyja fyrir bæði hita og rafmagni. Skrifstofa Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum er við Tangagötu 1. Síminn er 422 5200 og heimasíðan www.hsveitur.is
 
Innritun barna í grunnskóla
 
Grunnskóli Vestmannaeyja heyrir undir fjölskyldu- og fræðslusvið og er Jón Pétursson framkvæmdastjóri þess. Netfang: jonp@vestmannaeyjar.is
Grunnskólinn er með tvær aldursskiptar starfsstöðvar með 1. - 5. bekk í Hamarsskóla, 6. og 7. bekk miðstigs og 8. - 10. bekk unglingastigs í Barnaskóla. Skólastjóri grunnskólans er Erlingur Richardsson . Netfang: erlingur@vestmannaeyjar.is.
Innritun barna í grunnskólann fer fram hjá skólastjóra GRV eða í Ráðhúsi Vestmannaeyja.

Barnaskóli
Nánari upplýsingar:
Fyrir 6.-10. bekk
sími: 488-2300
Netfang:  barney@ismennt.is
Heimasíða:  grv.is 

Hamarsskóli
Nánari upplýsingar:
Fyrir 1.-5. bekk
Sími: 488 2200
Netfang:  hamey@vestmannaeyjar.is
Heimasíða:  grv.is
 
Innritun barna í leikskóla
Í Vestmannaeyjum eru tveir leikskólar og ein leikskóladeild

Leikskólinn Kirkjugerði, Dalhrauni 1
Leikskólinn Sóli, Ásavegi 11
Víkin, leikskóladeild fyrir 5 ára börn, Hamarsskóla
 
Sækja þarf um leikskólapláss hjá leikskólafulltrúa á skrifstofu Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu. Einnig er hægt að prenta út eyðublað hér.
Heimilt er að sækja um leikskólapláss þremur mánuðum fyrir flutning til Vestmannaeyja en lögheimilið skal flutt eigi síðar en við upphaf leikskóladvalar. Vestmannaeyjabær greiðir niður daggjöld hjá dagforeldrum fyrir börn einstæðra foreldra frá upphafi dagvistar sem og fyrir börn foreldra í sambúð frá 12 mánaða aldri ef þau eru á biðlista fyrir leikskólapláss. Systkinaafsláttur gildir fyrir börn í dagvistun, á leikskólum og í frístundaveri. Systkinaafsláttur er ávallt reiknaður af lægsta gjaldi.

Húsnæðismál
Starfsmenn fjölskyldusviðs Vestmannaeyjabæjar veita fólki ráðgjöf og alhliða upplýsingar um húsnæðismál og húsaleigusamninga. Umsýsla á félagslegu húsnæði, úthlutun leiguíbúða í eigu bæjarins.
 
Íþrótta- og tómstundastarf
Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Vestmannaeyjum og má finna frekari upplýsingar um íþróttafélög innan ÍBV íþróttafélag á vef ÍBV   http://www.ibv.is/
 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heimilislækningar - læknisþjónusta - vaktþjónusta s. 432-2500
Við Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfa heilsugæslulæknar sem sinna hefðbundnum heimilislækningum og vaktþjónustu. Auk þess sjá þeir um starfsmannaheilsuvernd, læknisþjónustu á Dvalarheimilinu Hraunbúðum og taka þátt í ungbarnaeftirliti, skólaheilsugæslu og öðru forvarnarstarfi. Almenn hjúkrunarþjónusta
Við heilbrigðisstofnunina starfa hjúkrunarfræðingar sem sinna heimahjúkrun, ungbarna- og mæðraeftirliti, skólaheilsugæslu, starfsmannaheilsuvernd og ýmis konar hjúkrunarþjónustu á stöðinni, s.s. sáraskiptingum, blóðþrýstingsmælingum, ónæmisaðgerðum og lyfjagjöfum. Einnig sinna þeir margvíslegri fræðslu tengdri heilsuvernd.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159