Heimaey vinnu- og hæfingarstöð

Í Heimaey fer fram dagþjónusta, hæfing, iðja, starfsþjálfun og vernduð vinna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Heimaey vinnu- og hæfingarstöð starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 152/2010 og eftir reglugerð um atvinnumál fatlaðs fólks.

Heimaey veitir dagþjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, létta vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu. Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu.

Auk starfstengdra verkefna s.s. merkja og pakka bjór fyrir Brothers Brewery, brjóta öskjur fyrir Iðunn Seafoods eða pakka harðfisk fyrir Volcano Seafood, leggjum við áherslu á heilbrigði, hreyfingu, tómstundir og afþreyingu auk ýmissa starfa sem tengjast heimilishaldi og daglegum störfum.

Heimaey vinnu og hæfingarstöð er mótttökuaðili fyrir hönd Endurvinnslunnar á einnota umbúðum. Einnig framleiðum við og seljum hágæðakerti á landsvísu í vinnusalnum. Starfsmenn í vinnusal þar sem m.a. kertagerðin er og í Endurvinnslunni eru skilgreindir sem starfsmenn í verndaðri vinnu.

Heimaey er aðili að Hlutverki sem eru hagsmunasamtök um vinnu og verkþjálfun.

Markmið:

·         Markmið Heimaeyjar er að stuðla að aukinni vinnu-, félags- og sjálfshjálparfærni fólksins.

·         Veita þeim sem ekki eiga kost á vinnu á almennum vinnumarkaði atvinnu við sitt hæfi.

·         Veita fólki með fötlun þjálfun og endurhæfingu.

·         Veita starfsþjálfun sem eykur möguleika fólk með fötlun vinnu á almennum markaði.

·         Bjóða uppá næg og fjölbreytt verkefni sem taka mið af þjálfunargildi og sértekjum.

·         Líkja sem mest eftir algengum vinnuaðstæðum og kröfum á almennum vinnumarkaði.

·         Veita góða, faglega og sveigjanlega þjónustu.

·         Veita einstaklingsmiðaða þjónustu sem fellur að mismunandi þörfum og óskum.

·         Að starfsemin sé í tengslum við nærsamfélagið og atvinnulífið í Vestmannaeyjum

 

Forstöðumaður Heimaeyjar vinnu- hæfingarstöðvar  er Lísa Njálsdóttir, lisa@vestmannaeyjar.is.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159