Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
 
Hafist var handa við byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar þann 31. maí 1975 þegar Vilhjálmur Hjálmarsson, þáverandi menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Að verki loknu þótti hún þá eitt glæsilegasta íþróttamannvirki landsins enda um 3.300 m2. Vígsla sundlaugar fór fram þann 10. júlí 1976 og í síðar þann 11. september var íþróttahúsið vígt.
Um aldamótin, nánar tiltekið þann 17. júní árið 2000, tók þáverandi bæjarstjóri, Guðjón Hjörleifsson skóflustungu vestan við húsið þar sem ákveðið hafði verið að ráðast í gagngerar endurbætur á miðbyggingu hússins og bæta aðstöðu fyrir íþróttafélög í sveitarfélaginu til muna. Nýr tvöfaldur fjölnota íþróttasalur með góðri aðstöðu fyrir fimleikaiðkendur var reistur auk félagsaðstöðu og fundarsalar fyrir íþróttahreyfinguna. Þann 28. Desember 2001 var húsið síðan tekið í notkun og heildarflatarmál Íþróttamiðstöðvar þá orðið 6.400 m2.
Þann 17. nóvember 2008 var tekin langþráð skóflustunga að nýju útisvæði við sundlaugina. Skóflustunguna tóku Guðný Gunnlaugsdóttir, fyrrum íþróttakennari, og barnabarn hennar Bjarki. Vorið 2010, þann 22. maí fór fram vígsluathöfn þó ýmis verk væru ókláruð í tækjakjallara. Svæðið þykir eitt hið glæsilegasta á landinu og felst sérstaða þess einkum í áherslu á smekklega ásýnd þess með tilvísun í sögu og menningu Vestmannaeyja. Búningsklefar við sundlaugina voru á sama tíma endurbættir að fullu og standast nútíma kröfur.
 
Almennar upplýsingar:
Alls starfa 18 manns í Íþróttamiðstöðinni. Stöðugildi eru um 13 og vinnur fólk vaktavinnu, ýmist dag-, kvöld- eða helgarvaktir.
Heimilisfang:
v/ Brimhólalaut
900 Vestmannaeyjar
Sími:  488 2400
Forstöðumaður:
Grétar Þór Eyþórsson
 
Gjaldskrá íþróttasala
 
Gjaldskrá sundlaugar:
 
Opnunartímar sundlaugar:
Frá ca. 1. júní - 31. ágúst (eða utan skólaárs )er opið :
• Virka daga kl. 06.15 - 21.00
• Laugardaga kl. 09.00 - 18.00
• Sunnudaga kl. 09.00 - 18.00
 
Frá ca. 1. sept. til 31. maí (á skólaári) er opið :
• Kl. 06.15 - 07.55
• Skólatími
• Í hádeginu (sjá nánar opnunartíma hvers dags)
• Skólatími
• kl. 14.00 - 21.00 (útisvæði opið en leiksvæði innilaugar opið þegar ekki eru sundæfingar)
• Laugardaga kl. 09.00 - 17.00
• Sunnudaga kl. 09.00 - 17.00
 
Hér er hægt að sjá almenningstíma, þ.e. hvenær öruggt er að sundlaug sé opin.
Mismunandi er hve mikið af svæðinu er opið í einu og má sjá nákvæman opnunartíma hér. Á skólatíma geta gestir kannað hjá starfsfólki hvort möguleiki sé á að fara á útisvæðið. Á frídögum skóla er ávallt opið í sundlaugina á skólatíma nema önnur starfsemi sé í lauginni skv. þessari töflu.
 
Líkamsræktarsalur er opinn all virka daga frá kl. 06.15 - 21.00 og aðra daga í samræmi við auglýstan opnunartíma sundlaugar.
 
 
Sundlaugin:
• Klefar eru tveir og taka við allt að 150 manns hvor hverju sinni.Hvor klefi inniheldur:
o 68 læsta skápa
o Rúmgóða snyrtiaðstöðu sem er einnig til staðar utan klefa
o Sérklefa fyrir fatlaða og aðra sem kjósa að loka sig af
o Hvor klefi getur tekið við allt að 144 gestum á klst.
 
• Innisundlaug 25 m x 11 m með 0.9% söltu vatni.
o 1m stökkbretti
o Körfubolti
o Flotleiktæki
o Ýmis önnur leiktæki
o Lyfta fyrir fatlaða
 
• 2 heitir flísalagðir pottar 39-40°c og 41-42°c
 
• 1 stór flísalagður nuddpottur 38-40°c. Í pottinum eiga gestir auðvelt með að fylgjast með börnum sínum að leik hvar sem er á svæðinu
o Fjölmargir stútar fyrir bak- og kálfanudd.
o Nuddstútur fyrir þá allra hörðustu
o Nuddfoss, breiður og þægilegur en virkar
o Rólegt svæði þar sem m.a. er hægt að liggja í grunnu vatni og fá smá lit á húðina
 
• Sólbaðslaug (dúkur í botni) tengd við fjölbreytta leiklaug með göngubrú á milli sem hægt er að ganga undir í heitu vatni. 34-35°C. Í laugunum eru:
o Vatnsstútar fyrir yngstu börnin sem mynda 12 bunur í nokkurra metra hæð
o Eyja sem yngstu börnin geta rennt sér á
o Hefðbundinn sveppur
o Karfa
o Stórglæsilegur klifurveggur sem hefur útlínur Heimakletts. Tvö erfiðleikastig
o Ráðgert er að koma vatnsbyssum fyrir við leiklaug sem hægt yrði að beina að klifurvegg
o Foss úr brúnni
o Lítil mörk
o ELDFELL. Rennibraut sem myndar hraunfoss úr uppbyggðu eldfjalli
 
 
• Lendingarlaug (dúkur í botni) fyrir tvær skemmtilegar rennibrautir. Ath! laug lokuð yfir hávetur!
o STÓRHÖFÐI. Þreföld bein og hröð braut, rúmlega 20 metra löng. 8 ára aldurstakmark!
o DUFÞEKJA. Trambólínbraut, rúmlega 20 metra löng. Gestir renna sér í gegnum túbu, skjótast út á trambólín og skoppa niður í laugina. Braut sem slegið hefur rækilega í gegn hjá gestum á öllum aldri. 8 ára aldurstakmark!
 
• Allar útilaugar og nuddpottur hafa nokkur ljós undir vatnsyfirborði og er hægt að skipta um 5 mismunandi liti á þeim til að mynda stemmningu.
 
• Gufubað 46-47°C°C
 
• Stór sólpallur fyrir þá sem vilja leggjast á bekki í sólinni eða gesti sem vilja mæta klæddir til að fylgjast með börnum sínum, spjalla við borðin og njóta annars sem svæðið hefur upp á að bjóða.
 
• Svæðið er lagt mjúku og stömu gúmmíi sem veitir þægilega og örugga tilfinningu gesta. Svæðið er því litríkt og býður upp á ýmsa leiki í góðu veðri.
 
• 8 hátalarar tengdir við fullkomið hljóðkerfi sem býður upp á ýmsa þematengda stemmningu.
 
• Svæðið er vaktað með 12 öryggismyndavélum.
 
Íþróttasalir
• Þrír stórir íþróttasalir með vallarstærð 20 m x 40 m
• Fullkomin aðstaða fyrir fimleika þar á meðal nýjasta útfærsla af fimleikagryfju og tækjum
 
Önnur þjónusta
• Líkamsræktarsalur í einkarekstri. 
• Veitingasala þar sem lögð er áhersla á heilsutengdar vörur
• Fundarsalur með fullbúnu eldhúsi
• Félagsaðstaða fyrir aðildarfélög ÍBV
 
Starfsemi sundlaugar :
Salti er blandað út í vatnið upp í 0.9 % sem er sama saltinnhald og er í mannslíkamanum, vatnið verður heilsusamlegra og mun léttara og notalegra að synda í því.
 
Um helgar er sundlaugarhiti hækkaður úr 29.5°c í 31,5°c sem er vinsælt hjá fjölskyldufólki og ungabörnum. Fjölbreytt starfsemi fer fram í sundlauginni þ.e skólasund, kennsla, almennir tímar, vatnsleikfimi fyrir sjúka, aldraða og heilsuhraust fólk, sumarsundnámskeið, ungbarnasund um helgar, fullorðinssundkennsla, sundæfingar og sundmót með allt að 200 keppendum.
 
  
Íþróttasalir
Íþróttasalirnir eru þrír, allir vel búnir íþróttatækjum og hægt er að skipta þeim öllum í smærri einingar. Þá er einnig hægt að nýta  nýju salina saman sem einn stóran og er hann þá með áhorfendarými fyrir 800 – 1000 manns.
Í íþróttasölum fer fram öll leikfimikennsla, æfingar, mót og kappleikir hjá íþróttafélögum bæjarins, margskonar sýningar s.s. bílasýningar, vörusýningar, tónleikar ofl.
Öll er Íþróttamiðstöðin hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Hvergi eru stigar eða þröskuldar og til staðar er sjálfvirk lyfta og sérhannaðar tröppur til þess að komast ofaní laugina.
Á hverju ári eru hér stórmót með allt að 1200 keppendum s.s. Shellmót, Pæjumót og stór fjölliðamót í handbolta og körfubolta sem auðvelt er að koma vel fyrir v/ fjölda íþróttasala.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159