Heimaey kertaverksmiðja - starfsþjálfun/starfsendurhæfing

Heimaey kertaverksmiðja er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða örorku er með skerta starfsgetu.
Heimaey kertaverksmiðja er rekin í samræmi við lög um málefni fatlaðra, nr.59/1992 og reglugerð um atvinnumál fatlaðra nr. 376/1996. Rekstraraðili er Vestmannaeyjabær. 
1. júní 2009 var undirritað samkomulag milli Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Vestmannaeyjabæjar vegna starfsmanna í Heimaey og njóta þeir allra réttinda sem gilda samkvæmt því samkomulagi. Samkvæmt samningnum er hver starfsmaður í allt að 50% stöðugildi en þó með undantekningu í sérstökum tilfellum.  Vinnutími er annað hvort fyrir eða eftir hádegi.
Vinnusamningur, sem skylt er að gera við nýja starfsmenn, getur falið í sér tímabundna starfsþjálfun um tímavinnu eða ótímabundna ráðningu um starfshlutfall m.v. starfsgetu skv. starfsmati að lokinni starfsþjálfun. Þeir sem rétt eiga á þjónustu geta sótt um hana á til þess gerðum eyðublöðum. 
 
Allar nánari upplýsingar um þjónustu Heimaeyjar gefur forstöðumaður.
 
Heimilisfang:
Faxastígur 46, 900  Vestmannaeyjar
Sími: 481 2905
Fax: 481  2959
 
Heimasíða:
www.heimaeyjarkerti.is
  
Forstöðumaður:
Þóranna Halldórsdóttir  
heimaey@eyjar.is
 
 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159